Sveitarstjórn

19.03.2007 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 132

Mánudaginn 19. mars 2007 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps.  Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra.  Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

Í upphafi fundar minntist sveitarstjórnin séra Péturs Þórarinssonar sóknarprests í Laufási en hann lést 1. mars sl. Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps vottar fjölskyldu hans innilega samúð sína og þakkar fyrir öll hans störf í þágu sveitarfélagsins.

1. Fundargerð Sorpeyðingar Eyjafjarðar frá 22. febrúar 2007.
Lögð fram.

2. Samkomulag milli Kennarasambands Íslands og Launanefndar sveitarfélaga.
Lagt fram.

3. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra frá 12. mars 2007.
Lögð fram.

4. Fundargerð Héraðsráðs Eyjafjarðar frá 21. febrúar 2007.
Lögð fram.

5. Fundargerð byggingarnefndar Eyjafjarðar frá 6. mars 2007.
Í lið 1 sækir Gestur Davíðsson, Reykjasíðu 4, Akureyri um leyfi til að byggja sumarhús á lóð nr. 4 við Sunnuhlíð á Grenivík. Í lið 2 sækir Snorri Kristinsson, Jörvabyggð 12, Akureyri um leyfi til að byggja sumarhús á lóð nr. 6 við Sunnuhlíð á Grenivík. Í lið nr. 3 sækir Jónas Örn Steingrímsson, Borgarsíðu 23, Akureyri um leyfi til að byggja sumarhús á lóð nr. 12 við Sunnuhlíð á Grenivík.
Lagt fram og framangreindir liðir samþykktir.

6. Ársfundur og stofnfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. 
Sveitarstjóri tilnefndur til að fara með atkvæðisrétt Grýtubakkahrepps á stofnfundi sjóðsins þann 23. mars nk.

7. Ályktun foreldrafélags Grenivíkurskóla dags. 26. febrúar 2007.
Foreldrafélag Grenivíkurskóla leggur til að lýsing á svæði fyrir framan skóla, við leiksvæði og bílastæði verði bætt fyrir næsta skólaár.  Sveitarstjórn gerir sér grein fyrir að bæta þurfi lýsinguna en framkvæmdir til úrbóta eru ekki á fjárhagsáætlun ársins.  Málinu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2008.

8. Bréf frá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins dags. 5 mars 2007.
Bréfið fjallar um möguleika á að setja upp vínbúð á Grenivík.  Lagt fram.

9. Innganga Hríseyjarhafnar í Hafnasamlag Norðurlands.
Lagt fram til upplýsingar.

10. Tölvupóstur frá Þorsteini Þorsteinssyni, KPMG, dags. 20. febrúar 2007.
Í tölvupóstinum kemur fram áætlaður kostnaður við endurskoðun og gerð ársreiknings.  Lagt fram.

11. Tölvupóstur frá Úlfari Arasyni dags. 20. febrúar 2007.
Fer hann fram á að fá að falla frá umsókn sinn um frístundahúsalóð nr. 11 í Sunnuhlíð en í staðinn sækir hann um lóð nr. 15.  Þar sem lóð nr. 15. er laus til umsóknar, samþykkir sveitarstjórn erindið.

12. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga og kjör fulltrúa á þingið. 
Sveitarstjóri hefur þegar verið skipaður fulltrúi sveitarfélagsins á þingið.

13. Tillaga að staðsetningu reiðskemmu við Kaplaskjól. 
Ræddar tvær tillögur að staðsetningu skv. uppdrætti.  Sveitarstjórn er hlynnt tillögu A á uppdrættinum en leggur þó til að skoðað verði að hliðra byggingarreit vestar.

14. Aðgerðaáætlun lýðheilsuverkefnis Lýðheilsustöðvar. 
Skýrslan lögð fram.  Sveitarstjórn samþykkir aðgerðaráætlunina með fyrirvara um fjárveitingu.  Jafnframt þakkar sveitarstjórn afar greinargóða og faglega unna skýrslu.

15. Önnur mál.
Engin.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 20:00.