Sveitarstjórn

05.02.2007 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 130

Mánudaginn 5. febrúar 2007 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps.  Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra.  Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1) Fundargerð stjórnar Sorpeyðingar Eyjafjarðar bs frá 17. janúar 2007. 
Lögð fram.

2) Tónlistarskóli Eyjafjarðar
(a) Fundargerð Tónlistarskóla Eyjafjarðar frá 23. janúar 2007.
 
Lögð fram.

(b) Fundargerð fundar með fulltrúum sveitarfélaganna frá
1. febrúar 2007.
  Lögð fram.

(c) Bréf frá skólastjóra Tónlistarskóla Eyjafjarðar dags.
24. janúar 2007.
 
Efni bréfs er að aðildarsveitarfélög skólans leyti leiða til sparnaðar í rekstri skólans.  Lagt fram.

(d) Bráðabirgða rekstraruppgjör fyrir árið 2006. 
Lagt fram.

(e) Hugmyndir að fækkun kennslutíma - kostir og gallar. 
Lagt fram.

3) Fundargerð fundar stjórnar Eyþings og þingmanna Norðausturkjördæmis frá 11. janúar 2007.
Lögð fram.

4) Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn á Norð-austurlandi.
Dagskrá Grunnnámskeiðs II og I sem haldin verða á Akureyri 16. og 17. febrúar nk. fyrir sveitarstjórnarmenn á Norð-austurlandi. Lagt fram.

5) Grenilundur - samantekt fyrir árið 2006.
Skýrsla sem Fjóla Stefánsdóttir, forstöðumaður Grenilundar, tók saman fyrir árið 2006.  Lagt fram.  Fjólu þakkað greinargott yfirlit fyrir starfsemi Grenilundar.

6) Bréf frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar dags. 24. nóvember 2006. 
Grímseyjarhreppur hefur sótt um aðild að AFE og óskar AFE eftir formlegu svari Grýtubakkahrepps við erindinu.  Sveitarstjórn samþykkir aðild Grímseyjarhrepps að AFE fyrir sitt leyti.

7) Þriggja ára áætlun Grýtubakkahrepps 2008-2010, seinni umræða.
Í þús. kr.                                            2008     2009     2010
Rekstrarniðurstaða                      -4.216  -3.722   -3.700
Fjárfestingar                                 12.615  13.315  12.215
Handbært fé í árslok                         525       418     1.876
Síðari umræðu lokið.

8) Þjóðlendumál. 
Rætt ítarlega um þjóðlendumál.

9) Látur.
Ferðafélagið Fjörðungur óskar eftir styrk til byggingar nýs skýlis á Látrum og vísar til áður sends bréfs dags. 18. desember 2006.  Sveitarstjórn samþykkir að setja styrkveitingu til verkefnisins að upphæð kr. 600,000- á árið 2008 í þriggja ára áætlun sveitarfélagsins.

10) Deiliskipulag; Ægissíða (norður). 
Lögð fram drög að deiliskipulagi.  Sveitarstjórn samþykkir drögin fyrir sitt leyti.

11) Málefni Magna. 
Rætt um mögulegan samstarfssamning milli Íþróttafélagsins Magna og Grýtubakkahrepps með aðkomu Sæness ehf.

12) Landamerkjabréf; Látur og Hóll. 
Farið yfir landamerkjalýsingar fyrir jarðirnar Látur og Hól.

13) Önnur mál.
Engin.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 19:15.