Sveitarstjórn

06.11.2006 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 124

Mánudaginn 6. nóvember kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps.  Allir hreppsnefndarmenn mættir nema Ásta Fönn Flosadóttir.  Í hennar stað sat Jenný Jóakimsdóttir fundinn.  Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Afrit af bréfi Skipulagsstofnunar til Norðurorku dags. 23. október 2006 og framkvæmdaleyfi til Norðurorku v. Reykjaveitu.
Í bréfi frá Skipulagsstofnun til Norðurorku fellur Skipulagsstofnun frá því að framkvæmdir við Reykjaveitu séu tilkynningarskyldar.  Lagt fram og samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi til Norðurorku hf. vegna Reykjaveitu enda liggi fyrir samþykki landeiganda þar sem lögn vegna veitunnar fer um.

2. Bréf frá Héraðsnefnd Eyjafjarðar dags. 18. október 2006. 
Efni:  Svæðisskipulag Eyjafjarðar 1998-2018. Er verið að óska eftir tilnefningu tveggja fulltrúa í samvinnunefnd um gerð Svæðisskipulags Eyjafjarðar. 
Samþykkt að tilnefna Guðnýju Sverrisdóttur og Benedikt Sveinsson í nefndina og Fjólu V. Stefánsdóttur til vara.

3. Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 16. - 17. nóvember nk. 
Lagt fram.

4. Bréf frá Stígamótum dags. 19. október 2006. 
Efni:  Ósk um stuðning. 

Erindinu hafnað.

5. Bréf frá Jónasi Baldurssyni, Guðrúnu Eyvindsdóttur og Pólarhestum ehf. dags. 20. október 2006. 
Efni:  Land tekið undir frístundabyggð. Landið er 30 ha og markast af Grýtunni að sunnan og vestan sbr. meðfylgjandi uppdrátt. 

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið með fyrirvara um breytingu á svæðisskipulagi og samþykki deiliskipulags.

6. Bréf frá Jóhanni Stefánssyni og Anítu Lind Björnsdóttur dags. 24. október 2006. 
Efni:  Greiðsla leikskólakostnaðar fyrir Gabríel Orra Jóhannsson.
 
Aníta hefur dregið erindið til baka.

7. Fundargerð 81. fundar stjórnar Sorpeyðingar Eyjafjarðar bs frá 26. október 2006. 
Lagt fram.

8. Ályktun Skógræktarfélags Íslands dags. 25. október 2006. Er verið að hvetja sveitarfélög til þess að ætla skógrækt aukið vægi í aðal- og deiliskipulagsáætlunum sínum.
Lagt fram.

9. Lánveiting til Norðurorku. 
Samþykkt að óska eftir því við stjórn Sæness ehf. að félagið veiti Grýtubakkahreppi lán að upphæð kr. 10.000.000-, sem Grýtubakkahreppur endurlánar Norðurorku hf. vegna Reykjaveitu.  Jafnframt fellur úr gildi bókun undir 19. tl. frá 23. október sl. varðandi lánveitingu til Norðurorku hf.

10. Drög að samþykkt um hunda- og kattahald í Grýtubakkahreppi. 
Drögin samþykkt með smávægilegum breytingum.

11. Trúnaðarmál.
Fært í trúnaðarbók.

12. Lánasjóður sveitarfélaga.
Sveitarstjóri greindi frá breytingum á Lánasjóði sveitarfélaga en honum verður breytt í opinbert hlutafélag.  Grýtubakkahreppur kemur til með að eiga 0,129% í hlutafélaginu.

13. Tölvupóstur frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar. 
Efni:  Ráðning faglærðs starfskrafts vegna skipulags- og byggingamála.
 
Sveitarstjórn telur ekki forsendur til ráðningar sbr. ofangreint að svo stöddu.

14. Tölvupóstur frá Stefáni Jóhannessyni og Jónasi Steingrímssyni dags. 3. nóvember 2006. 
Stefán og Jónas óska eftir að lóð nr. 5 í Sunnuhlíð verði færð frá Borgarsig ehf. til Stefáns. Einnig segir Stefán sig frá lóðum nr. 9 og 15 í Sunnuhlíð.  Samþykkt.

15. Tölvupóstur frá Vegagerðinni dags. 1. nóvember 2006. 
Efni:  Girðingamál.

Lagt fram.

16. Friðlýsing Gjögursskagans. 
Sveitarstjórn er ekki reiðubúin að mæla með friðlýsingu Gjögursskagans og leggst því gegn frekari undirbúningi friðlýsingar að svo stöddu.

17. Bréf frá Brynjólfi Gunnarssyni dags. 3. nóvember 2006. 
Er hann að sækja um lóð nr. 14 við Höfðagötu á Grenivík.
 
Samþykkt að úthluta Brynjólfi lóðinni með fyrirvara um grenndarkynningu.

18. Staðardagskrá 21. 
Rætt um verkefni tengd Staðardagskrá 21.

19. Tölvupóstur frá Bjarna Kristjánssyni dags. 3. nóvember 2006. 
Er verið að óska eftir tilnefningu tengiliðar frá sveitarfélögunum við Eyjafjörð við umhverfisráðuneytið vegna minkaveiðiátaks.
 
Lagt fram.

20. Önnur mál.
Engin.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 20:10.