Sveitarstjórn

23.10.2006 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 123

Mánudaginn 23. október 2006 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps.  Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra.  Fundurinn hófst kl. 17,00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Skoðunarferð í íþróttamiðstöð og skóla. 
Farið með skólastjóra og húsverði og breytingar sem gerðar hafa verið á skóla og íþróttamiðstöð skoðaðar.

2. Fundargerðir stjórnar Eyþings frá 22. september og 9. október 2006. 
Lagt fram.

3. Ályktanir aðalfundar Eyþings 2006. 
Lagt fram.

4. Fundargerð 80. fundar stjórnar Sorpeyðingar Eyjafjarðar frá 5. október 2006. 
Lagt fram.  Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps telur það í þágu allra sveitarfélaga við Eyjafjörð að áfram sé unnið sameiginlega að endurvinnslu og förgun sorps sem til fellur á svæðinu.  Því skorar sveitarstjórn á bæjarstjórn Akureyrarbæjar að starfa áfram með öðrum sveitarfélögum á svæðinu að þessum málum, hvort heldur sem er innan Sorpeyðingar Eyjafjarðar bs. eða með öðru því formi sem samstaða næst um.

5. Bréf frá Hestamannafélaginu Þráni dags. 11. október 2006.  Efni:  Ósk um stuðning til byggingar reiðskála. 
Sænes ehf. hefur þegar samþykkt styrkveitingu að upphæð kr. 2.000.000-, sem litið er á sem aðkomu sveitarfélagsins að verkefninu.

6. Bréf frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu dags. 11. október 2006.  Efni:  Hreyfing fyrir alla - tilraunaverkefni. 
Lagt fram.

7. Útleiga á Hvammslandi (fastanr. 190573).
Tvö tilboð bárust í leigu á Hvammslandi til rjúpnaveiða:  Frá Fjörðungum ehf. upp á kr. 75.000,- og skotveiðifélagi Hákons EA 148 upp á kr. 65.000,-.  Ákveðið að leigja Fjörðungum Hvammslandið til rjúpnaveiða frá og með 15. október sl., en áður var búið að leita samþykkis sveitarstjórnar í gegnum síma.

8. Bréf frá skólastjórum grunn- og leikskóla Grýtubakkahrepps, dags. 13 október 2006.  Efni:  Hlutverk fræðslu- og æskulýðsnefndar.
Leggja þeir til að nefndin fundi einu sinni á hvorri önn, þ.e.a.s. tvisvar á starfstíma grunnskóla. Þar fyrir utan kallar skólastjóri grunnskólans "grunnskólahluta" nefndarinnar á fund ef þurfa þykir og eins kallar leikskólastjóri "leikskólahluta" nefndarinnar á fund ef þörf er á.  Sveitarstjórn lýsir sig fylgjandi fyrirkomulaginu sem skólastjórarnir leggja til.

9. Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags fyrir Þorgeir Ingvarsson og Ellen Ósk Ingvarsdóttur.  Samþykkt að greiða fyrir skólagöngu samkvæmt gjaldskrá Sambands íslenskra sveitarfélaga.

10. Breyting á aðal- og deiliskipulagi við Ægissíðu á Grenivík.
Engar athugasemdir bárust við auglýsingu á breytingu á aðal- og deiliskipulagi við Ægissíðu (Ægissíða 33 og 35) á Grenivík.  Sveitarstjórn samþykkir skipulagið fyrir sitt leyti.

11. Rjúpnaveiðibann í Þengilhöfða.
Sveitarstjórn samþykkir að banna rjúpnaveiði í Þengilhöfða í landi Svæðis en einnig hafa landeigendur Hóls, Höfða I og Höfða II ákveðið að banna rjúpnaveiði á sínum jörðum í Þengilhöfða. Bannið tók gildi 15. október sl. en áður var búið að leita samþykkis sveitarstjórnar í gegnum síma.

12. Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra frá 29. september og 11. október 2006.  Lagt fram.

13. Fundargerð samstarfshópsins "Kaldbakur kallar" frá 11. október 2006. 
Fundargerðin samþykkt.

14. Hugrenningar sveitarstjóra í október 2006. 
Rætt um hugrenningar sveitarstjóra um hlutafjárkaup og lánveitingu til Norðurorku vegna Reykjaveitu, endurbætur á Túngötu 7-9, búningsaðstöðu fyrir dómara og íþróttakennara, skipulagsmál og landnýtingu og endurskoðun fjárhagsáætlunar.

15. Bréf frá Friðriki Bjarnasyni dags. 16.10.2006.  Efni:  Ósk um kaup á landi. 
Sveitarstjórn getur ekki orðið við erindinu, meðan verið er að skipuleggja nærliggjandi sumarhúsabyggð og svæði kringum hana.

16. Drög að erindisbréfi áfengis- og vímuvarnarnefndar Grýtubakkahrepps. 
Drögin samþykkt.

17. Drög að samþykkt um hunda- og kattahald í Grýtubakkahreppi. 
Drögin rædd en afgreiðslu frestað.

18. Endurskoðun á fjárhagsáætlun 2006.

Helstu niðurstöðutölur eru eftirfarandi:
Skatttekjur   kr. -141.141.000,-
Rekstrargjöld og fjárf.  kr.  150.477.000,-
Afskriftir    kr. -17.237.000,-
Afborganir af lánum  kr.    6.000.000,-
Hlutafjárkaup   kr.  10.000.000,-
Fjármagnstekjuskattur  kr.   1.000.000,-
Veltufé 1. jan. 2006,  kr.  -3.000.000,-
Verðbætur   kr.  -6.500.000,-
Óráðstafað   kr.     -401.000,-
Endurskoðuð fjárhagsáætlun samþykkt.  Jafnframt er óskað eftir að Sænes ehf. veiti Norðurorku hf. víkjandi lán vegna lagningar hitaveitu á Grenivík.

19. Önnur mál.
Engin.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerðin lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 20:45.