Sveitarstjórn

02.10.2006 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 122

Mánudaginn 2. október 2006 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps.  Allir hreppsnefndarmenn mættir nema Jón Helgi Pétursson en í hans stað sat Jenný Jóakimsdóttir fundinn.  Einnig sat sveitarstjóri fundinn sem hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Breyting á aðalskipulagi við Ægissíðu.
Breyta þarf aðalskipulagi suð-vestan gömlu bryggju þar sem samkvæmt nýju deiliskipulagi er gert ráð fyrir fjórum íbúðarhúsalóðum og ein og hálf lóð lendir suð-vestan við fyrirhugaða íbúðabyggð á aðalskipulagi.  Sveitarstjórn finnst eðlilegt að þarna sé íbúðabyggð þar sem þar er fögur sýn út á Eyjafjörð og eðlileg framlenging á eldri götumynd.  Því samþykkir sveitarstjórn að breyta skipulaginu.

2. Fundargerð stjórnar Eyþings frá 7. september 2006.
Lögð fram.

3. Bréf frá skólastjóra Grenivíkurskóla dags. 20. september 2006. 
Bréfið fjallar um gæslu í Grenivíkurskóla og styrk í ferðasjóð nemenda.  Erindið samþykkt.

4. Fundargerð Sorpeyðingar Eyjafjarðar frá 14. september 2006. 
Laft fram.

5. Drög að samþykkt um hunda- og kattahald á Grenivík í Grýtubakkahreppi.
Sveitarstjórn fór yfir drögin.  Fyrri umræðu lokið.

6. Drög að erindisbréfi áfengis- og vímuvarnarnefndar Grýtubakkahrepps.
Farið yfir drögin.  Sveitarstjórn beinir því til félagsmála- og jafnréttisnefndar að tilnefna einn aðalmann og annan til vara í áfengis- og vímuvarnarnefnd.

7. Bréf frá Hjalta Gunnþórssyni og Nönnu Kristínu Jóhannsdóttur dags. 25. september 2006. 
Eru þau að krefjast þess að hestagirðingar við Lund verði lagfærðar. Sveitarstjórn samþykkir að leigjanda landsins verði gert að gera girðinguna hrosshelda nú þegar.

8. Tölvupóstur frá Hauki V. Gunnarssyni dags. 23. og 26. september 2006. 
Er hann óánægður með útleigu á rjúpnalandi í landi Hvamms. Sveitarstjórn bendir á að Haukur situr við sama borð og aðrir í sveitarfélaginu þegar kemur að útboði.

 9. Útivistartími barna og unglinga í Grýtubakkahreppi.
Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps samþykkir eftirfarandi reglur:
"Börn, 12 ára og yngri mega ekki vera á almannafæri eftir klukkan 20:00 nema í fylgd með fullorðnum.  Börn sem eru á aldrinum 13 til 16 ára skulu ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22:00, enda séu þau ekki á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu.  Á tímabilinu 1. maí til 1. september lengist útivistartími barna um tvær klukkustundir.
Aldursmörk þessa ákvæðis miðast við fæðingarár en ekki fæðingardag.

10. Staðardagskrá 21 í Grýtubakkahreppi.
Farið yfir framkvæmdaáætlun og markmið Staðardagskrár 21 í Grýtubakkahreppi.  Ákveðið að endurskoða áætlunina.

11. Sameining Árbæjar og Hvamms. 
Samþykkt að sameina Árbæ, fastanr. 153022, landnr. 216-0580, Hvamm/Árbæ fastanr. 190573 og Hvamm fastanr. 153048, landnr. 216-0736. Eftir sameiningu mun jörðin heita Hvammur I.

12. Bréf frá Hafþóri Sævarssyni, dags. 26. sept. 2006.
Er hann að sækja um kr. 30.000,- í styrk vegna uppihalds á minkahundum. Styrkbeiðnin samþykkt.

13. Bréf frá Valdimar Víðissyni, skólastjóra, dags. 29. sept. 2006.
Fjallar bréfið um síðdegishressingu í skólavistun. Sveitarstjórn samþykkir að heimila síðdegishressingu samkvæmt bréfi þar um frá skólastjóra.

14. Tölvupóstur frá Skipulagsstofnun, dags. 29. sept. 2006 og bréf frá Norðurorku dags. 28. sept. 2006. Fjalla bréfin um framkvæmdaleyfi fyrir Reykjaveitu. Sveitarstjórn veitir framkvæmdarleyfi með fyrirvara um samþykki Skipulagsstofnunar.

15. Önnur mál.
Engin

Fundargerðin lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:15