Sveitarstjórn

04.09.2006 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 120

Mánudaginn 4. september 2006 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir nema Jóhann Ingólfsson en í hans stað sat Jenný Jóakimsdóttir fundinn.  Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Umsóknir um lóðir í Sunnuhlíð
a) frá Eyþóri Jósefssyni, lóðir nr. 17 og 19
b) frá Jóhanni Haukssyni og Aðalheiði B. Ásgeirsdóttur, lóð nr. 13
c) frá Úlfari Arasyni, lóð nr. 11
d) frá Loga M. Einarssyni, lóð nr. 18
Samþykkt að úthluta ofangreindum aðilum þeim lóðum sem þeir sækja um.

2. Bréf frá Margréti S. Jóhannsdóttur, dags. 12/8'06. 
Í bréfinu reifar hún málefni Hlíðarenda, en það er gamall beituskúr á Grenivík og lýsir óánægju með að ekki hafi verið kosið í Hlíðarendanefnd eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar.  Sveitarstjórn tekur undir það sem fram kemur í bréfinu um mikilvægi þess að bjóða upp á fleira sem laðar ferðamenn að svæðinu.  Ástæða þess að ekki var skipað í Hlíðarendanefnd eftir síðustu kosningar var að ákveðið var að bíða með skipan nefndarinnar meðan unnið væri að því að útvega fjármagn til að vinna að uppbyggingu væntanlegs safns í Hlíðarenda.  Sú vinna er að fara af stað og er ætlunin að skipa nefnd um Hlíðarenda þegar sú vinna hefur skilað árangri, en án fjármagns er tilgangur með nefndinni lítill.

3. Umsókn Róberts Þorsteinssonar um lóð nr. 33  við Ægissíðu, dags. 3/7'06. 
Samþykkt að úthluta Róberti umrædda lóð með fyrirvara um skipulagsvinnu.

4. Fundargerðir byggingarnefndar Eyjafjarðar
a) frá 7/7'06.  Í lið 1 er Birgir Pétursson, Þverholti 6, Akureyri að sækja um leyfi til að byggja sumarhús á lóð nr. 1 við Sunnuhlíð.  Í lið nr. 2 er Sævar Helgason, Heiðarlundi 7 d, Akureyri að sækja um leyfi til að byggja sumarhús á lóð nr. 14 við Sunnuhlíð.
b) frá 8/8'06
Fundargerðirnar lagðar fram og liðir 1 og 2 úr fundargerð frá 7/7/2006 saþykktir.

5. Gögn frá Héraðsnefnd Eyjafjarðar
a) fundargerðir frá 5/7, 16/8, 30/8'06
b) bréf dags. 24/8'06
Lagt fram.

6. Erindi frá Óbyggðanefnd, dags. 3/7'06. 
Lögð fram tilkynning um fyrirhugaða meðferð óbyggðanefndar á svæði VI, Þingeyjarsýslur.

7. Bréf frá Hörgárbyggð, dags. 24/8'06.
Bréfið fjallar um leiðir til sparnaðar í rekstri Tónlistarskóla Eyjafjarðar.  Lagt fram.

8. Tilnefning í stjórn Búfjáreftirlits á 18. svæði. 
Samþykkt að tilnefna Ástu Fönn Flosadóttur í stjórn.

9. Reykjaveita.
Lögð fram drög að lánssamningi milli Norðurorku og Grýtubakkahrepps.  Sveitarstjórn samþykkir drögin með fyrirvara um breytingu á tl. 3.3, þess efnis að komi til endurgreiðslu lánsins hefur Grýtubakkahreppur val um hvort greiðslan sé í formi hlutafjár í Norðurorku hf. eða í formi peningagreiðslu. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að undirrita samninginn.

10.  Fundargerð samstarfshóps "Kaldbakur kallar", dags. 7/6'06 og fjárhagsáætlun vegna veglagningar frá Þverlágarhrygg til og með endaplans. 
Sveitarstjórn samþykkir að ráðist verði í lengingu vegar upp Grenivíkurfjall upp í Grenjárdal að því gefnu að fjármagn til framkvæmdanna fáist.

11.  Deiluskipulag við Ægissíðu á Grenivík vestan Sæborgar. 
Deiliskipulagið hefur verið auglýst og engar athugasemdir bárust.  Deiliskipulagið samþykkt.

12.  Bréf frá Guðbergi Eyjólfssyni og Birnu Friðriksdóttur, dags. 28/8'06. 
Eru þau að fara fram á við Grýtubakkahrepp að hann greiði hlut sveitarfélagsins í leikskólakostnaði barna þeirra meðan þau dvelja á Hólum í Hjaltadal næsta vetur. Samþykkt og skal greiðsla fara eftir viðmiði frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

13.  Tölvupóstur frá Reimari Helgasyni, dags. 28/8'06. 
Er hann að reifa ýmis málefni sem varðar íþróttafélagið Magna, þ.m.t. endurbætur á knattspyrnuvelli.  Samþykkt að bjóða forsvarsmönnum Magna til viðræðna um hvernig vinna megi málefnunum framgang.

14.  Ármann Einarsson, húsvörður, kom á fundinn. 
Rætt var um útleigu á aðstöðu vegna ættarmóta og gjaldheimtu þeim tengdum.  Einnig var rætt um hvernig gera mætti breytingar á starfstilhögun húsvarðar.

15.  Fundargerðir stjórnar Eyþings frá 7/6 og 21/8'06. 
Lagt fram.

16.  Fundargerð fræðslu- og æskulýðsnefndar frá 29/8'06. 
Fundargerðin samþykkt.

17.  Útgjöld Grenivíkurskóla 2002-2006. 
Lagður fram útreikningur á útgjöldum í Grenivíkurskóla frá 2002 til 2006.

18.  Starf Félagsmiðstöðvarinnar Gryfjunnar veturinn 2006-2007. 
Lögð fram starfsskrá frá forstöðumanni fyrir vetrarstarf 2006-2007.

19.  Bréf frá Jafnréttisstofu, dags. 28/8'06.
Er verið að kynna fræðslu- og samráðsfund fyrir nýskipaðar jafnréttisnefndir sveitarfélaga á Hótel Örk 21. og 22. september nk.  Samþykkt að vísa boðinu til Félags- og jafnréttisnefndar.

20.  Lagt fram samkomulag milli Umhverfisstofnunar og Grýtubakkahrepps um almennt eftirlit með náttúru í Fjörðum sumarið 2006. 
Samkomulagið hefur þegar verið samþykkt.

21.  Fundargerð landbúnaðarnefndar Grýtubakkahrepps 3/8'06. 
Fundargerðin samþykkt.

22.  Hugrenningar sveitarstjóra. 
Er þar fjallað um aðalskipulag, girðingarmál, landbóta- og landnýtingaráætlun, íþróttamiðstöð, friðlýsingu, útrýmingu minks og sorpmál.  Lagt fram. Undirbúningi landbóta- og landnýtingaráætlunar er vísað til landbúnaðarnefndar sem og óskað eftir umsögn nefndarinnar á mögulegri friðlýsingu Gjögurskagans.

23.  Aðalfundur Sæness ehf. fyrir starfsárið 2005 verður haldinn 6. september nk. 
Samþykkt að Jóhann Ingólfsson fari með atkvæði Grýtubakkahrepps á fundinum.

24.  Tölvupóstur frá leikskólanum Hraunborg, Borgarfirði 31/8'06. 
Sótt hefur verið um leikskólavist fyrir Gísla Guðlaug Sveinsson sem á lögheimili að Túngötu 13b, Grenivík.  Farið er fram á að Grýtubakkahreppur greiði leikskólakostnað sveitarfélagsins. Samþykkt og skal greiðsla fara eftir viðmiði frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

25.  Önnur mál.
Engin.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 21:30.