Sveitarstjórn

21.06.2006 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 118.

Miðvikudaginn 21. júní 2006 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps.  Allir hreppsnefndarmenn mættir.  Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Kosning oddvita og varaoddvita. 
Jóhann setti fundinn og stakk upp á Fjólu Stefánsdóttur sem oddvita til eins árs og var það samþykkt samhljóða.  Fjóla stakk upp á Jóni Helga sem varaoddvita til eins árs og var það samþykkt samhljóða.

2. Ráðning sveitarstjóra. 
Samþykkt að ganga til samninga við Guðnýju Sverrisdóttur um ráðningu hennar í stöðu sveitarstjóra.  Lögð fram drög að ráðningarsamningi og þau samþykkt með lítilsháttar breytingum.  Oddvita falið að ganga frá samningi við Guðnýju.  Jóhann og Guðný véku af fundi meðan þessi liður var ræddur.

3. Kosið í nefndir Grýtubakkahrepps.

Félagsmála- og jafnréttisnefnd
Fjóla Valborg Stefánsdóttir
Anna Sigríður Jökulsdóttir
Pétur Þórarinsson
Sigrún Björnsdóttir
Varamenn
Benedikt Sveinsson
Jóhann Ingólfsson
Jón Stefán Ingólfsson

Fræðslu- og æskulýðsnefnd
Jón Helgi Pétursson
Ásta Fönn Flosadóttir
Benedikt Sveinsson
Margrét Ösp Stefánsdóttir
Þorsteinn Friðriksson
Varamenn
Sigurlaug Sigurðardóttir
Jón Stefán Ingólfsson
Stefanie Lohmann

Fulltrúi í skólanefnd Tónlistarskóla Eyjafjarðar
Jón Helgi Pétursson
Varamaður
Guðný Sverrisdóttir

Áfengis- og vímuvarnarnefnd
Margrét Ósk Hermannsdóttir
Valdimar Víðisson
Varamenn
Kristín Sigurðardóttir
Margrét Ösp Stefánsdóttir

Bókasafnsnefnd
Þórsteinn Jóhannesson
Brynhildur Friðbjörnsdóttir
Sigríður Björg Haraldsdóttir
Varamaður
Margrét Jóhannsdóttir
Borghildur Ásta Ísaksdóttir
Guðni Sigþórsson

Byggingarnefnd Eyjafjarðar
Frestað

Landbúnaðarnefnd
Þórarinn Ingi Pétursson (jafnframt fjallskilastjóri)
Ásta Fönn Flosadóttir
Jóhann Ingólfsson
Varamenn
Sveinn Sigtryggsson
Ari Laxdal
Kristinn Ásmundsson

Fulltrúi á landsþing SÍS
Guðný Sverrisdóttir
Varamaður
Fjóla Valborg Stefánsdóttir

Kjörstjórn
Þórsteinn Jóhannesson
Björn A Ingólfsson
Ragnheiður Harðardóttir
Varamenn
Oddgeir Ísaksson
Helga Guðmundsdóttir
Ármann Einarsson

Skoðunarmenn hreppsreikninga
Kristinn Ásmundsson
Þórður Stefánsson
Varamenn
Sigríður Pálrún Stefánsdóttir
Birna Kristín Friðriksdóttir

Úttektarmaður
Benedikt Sveinsson
Varamenn
Ari Laxdal
Sveinn Jóhannesson

Fulltrúar á aðalfund Eyþings
Guðný Sverrisdóttir
Fjóla Valborg Stefánsdóttir
Varamenn
Jóhann Ingólfsson
Ásta Fönn Flosadóttir

Fulltrúi í Héraðsnefnd Eyjafjarðar
Guðný Sverrisdóttir
Varamaður
Jóhann Ingólfsson

Fulltrúi í stjórn Hafnarsamlags Norðurlands
Guðný Sverrisdóttir

Fulltrúi á aðalfund Minjasafnsins á Akureyri
Guðný Sverrisdóttir
Varamaður
Benedikt Sveinsson

Fulltrúar í Reykjaveitunefnd
Jón Helgi Pétursson
Guðný Sverrisdóttir

Fulltrúar í "Kaldbakur kallar"
Frestað.

4. Aðalfundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar 20. júní 2006.
Fundurinn var haldinn í gær og mætti Guðný Sverrisdóttir á fundinn.  Guðný skýrði frá því helsta sem fram kom á fundinum.

5. Bréf frá Skipulagsstofnun dags 6. júní 2006.  Efni: Bygging þjónustuhúss og gerð tjaldsvæðis í landi Borgargerðis, Grýtubakkahreppi. 
Frestað.

6. Bréf frá Vegagerðinni dags. 1. júní 2006. Efni: Girðing meðfram Grenivíkurvegi. Þar sem umferð bíla yfir sumarmánuðina er innan við 300 á sólarhring á Grenivíkurvegi er ekki möguleiki á að gera samning við Vegagerðina varðandi viðhald girðinga meðfram Grenivíkurvegi.  Samkvæmt tölum frá Vegagerðinni fyrir árin 2002, 2003 og 2004 var SDU umferð yfir 300 öll árin.  Sveitarstjóra er því falið að óska eftir upplýsingum frá Vegagerðinni um hvaða tölur liggja til grundvallar svari Vegagerðarinnar.

7. Fundargerð byggingarnefndar Eyjafjarðar dags. 6. júní 2006.
Lögð fram.

8. Bréf frá sóknarnefnd Laufáss- og Grenivíkursóknar dags. 8. júní 2006.  Efni: Umhirða og stækkun kirkjugarðs. 
Samþykkt að vinnuskóli hreppsins sjái um umhirðu kirkjugarðs Grenivíkurkirkju og að umfram mold sem til fellur í sumar verði nýtt sem uppfylling í stækkun kirkjugarðsins.

9. Bréf frá Björgunarsveitinni Ægi dags. 5. júní 2006.  Efni: Vegna sjómannadagsdansleiks. 
Samþykkt að veita Ægi styrk sem nemur húsaleigu og ræstingu vegna dansleiksins að upphæð kr. 15.580-.

10. Tónlistarskóli Eyjafjarðar
a. Ársskýrsla Tónlistarskóla Eyjafjarðar.
b. Fundargerð T.E. frá 29. maí 2006.
c. Ársreikningur T.E. 2005.
d. Innritun í T.E. á haustönn 2006.
Lagt fram.  Miðað við innritun nemenda úr Grýtubakkahreppi er ljóst að fjárveitingar ársins duga ekki til að allir sem sótt hafa um nám geti fengið inngöngu.  Í áætlun voru fjárframlög til tónlistarskólans 6 m.kr.  Sveitarstjórn samþykkir að hækka það framlag í 7 m.kr. og skal aukningin tekin að láni til næsta árs, gefi endurskoðun fjárhagsáætlunar ekki tilefni til annars.  Jafnframt er samþykkt að óska eftir því að skólastjóri tónlistarskólans geri tillögu að því hvaða nemendur fái inngöngu í samræmi við þessa fjárveitingu.

11. Málefni leikskólans Krummafótar. 
Smb. fundargerð frá 22. maí 2006 var Sonja Kro ráðin leikskólastjóri til eins árs við Krummafót.  Hefur hún nú ákveðið að þiggja ekki starfið.  Samþykkt að auglýsa stöðuna að nýju.  Jafnframt er samþykkt að óska eftir tillögum Fræðslu- og æskulýðsnefndar um möguleika á því að taka inn börn frá 1 árs aldri á leikskólann.

12. Frístundabyggð - deiliskipulag. 
Lagður fram tölvupóstur frá Sigurði Bergsteinssyni, minjaverði Norðurlands eystra varðandi fornleifaskráningu í Sunnuhlíð. Gerir hann engar athugasemdir varðandi deiliskipulagið.  Samþykkt að veita Svövu Daðadóttur og Gesti Davíðssyni lóð að Sunnuhlíð 4.  Sveitarstjórn beinir því til lóðarhafa að leitast verði við að vernda minjar um gamalt vatnsból sem staðsett er á lóð Sunnuhlíðar 4.  Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir því við Landbúnaðarráðuneytið að leggja þann hluta jarðarinnar Dals sem Grýtubakkahreppur á og jörðina Sunnuhvol undir Grenivík. 

13. Erindi frá Kristni Ásmundssyni dags. 15. júní 2006.  Efni:  Umsókn um byggingarleyfi fyrir heyhlöðu.  Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti með fyrirvara um grenndarkynningu.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 21:00.