Sveitarstjórn

20.02.2006 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 111

Mánudaginn 20. febrúar 2006 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps.  Allir hreppsnefndarmenn mættir nema Jón Helgi Pétursson og Jóhann Ingólfsson.  Í þeirra stað sátu Fjóla Stefánsdóttir og Heimir Ásgeirsson fundinn.  Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Frístundabyggð.
Lögð fram deiliskipulagstillaga vegna frístundarbyggðar fyrir ofan Grenivík. Sveitarstjórn samþykkir að senda deiliskipulagið í auglýsingu með smábreytingum.

2. Bókun vegna fundargerðar Hafnasamlags Norðurlands samb. lið 13, fundargerð frá 6. febrúar 2006. Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps mælir með að Hafnasamlag Norðurlands fari í sameiningarviðræður við Hafnasamlag Eyjafjarðar.

3. Erindi frá Minjasafninu á Akureyri dags. 10. febrúar 2006. 
Lögð fram breyting á deiliskipulagi fyrir Laufás í Grýtubakkahreppi.  Einnig lögð fram tillaga að viðbyggingu á þjónustuhúsi í Laufási. Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur sveitarstjóra að ljúka málinu.

4. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra frá 6. febrúar 2006. 
Lögð fram.

5. Bréf frá Ernst Ingólfssyni dags. 09.02.2006.
Ernst gerir tilboð í hluta af Dalslandi. Sveitarstjóra falið að ganga til samninga við Ernst.

6. Ráðstefna um tækifæri íslenskra sveitarfélaga í alþjóðlegu samstarfi. 
Lagt fram.

7. Samþykkt LN frá 28. janúar 2006 vegna stéttarfélaga sem samið hafa um starfsmat við nefndina. Sveitarstjórn samþykkir að nýta sér þá hámarkshækkun sem launanefnd sveitarfélaga hefur veitt.

8. Umsókn um leyfi til sölu veitinga í þjónustuhúsinu í Laufási.
Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

9. Fundargerð framkvæmdanefndar Reykjaveitu frá 7. febrúar 2006. 
Lögð fram.

10. Minnispunktar frá fundi með sviðsstjóra félagssviðs Akureyrarbæjar frá 15. febrúar sl. 
Lagðir fram.

11. Systkinaafsláttur.
Ákveðið að systkinaafsláttur verði veittur ef systkini eru í leikskóla og í vistun í grunnskóla og eiga sama lögheimili.

12. Umsókn um leyfi til byggingar heyhlöðu frá Kristni Ásmundssyni dags. 16.02.2006. 
Sveitarstjórn samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti  með fyrirvara um samþykki Skipulagsstofnunar og grenndarkynningu.

13. Verkefnalisti frá áhaldahúsi. 
Lagður fram.

14. Tölvupóstur frá Kára Kárasyni dags. 17.02.2006. 
Er hann að gera tilboð í hlut Grýtubakkahrepps í Svínárnesi. Afgreiðslu frestað.

15. Önnur mál.
Engin.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl.19,35.

Guðný Sverrisdóttir, fundarritari