Sveitarstjórn

05.12.2005 00:00

Hreppsnefndarfundur nr.105

Mánudaginn 5. desember 2005 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps.  Allir hreppsnefndarmenn mættir nema Jón Helgi Pétursson en í hans stað sat Fjóla Stefánsdóttir fundinn.  Einnig sat sveitarstjóri fundinn.  Undir 12. lið mætti Jóhann Ingólfsson.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Ákvörðun um útsvarsprósentu fyrir tekjuárið 2006.
Ákveðið að hafa útsvarsprósentuna fyrir 2006 13,03%

2. Fundargerðir bókasafnsnefndar Grýtubakkahrepps frá 12. og 26. nóvember 2005. 
Samþykkt nema hvað fjárhagsáætlun bókasafnsnefndar er vísað til fjárhagsáætlunar Grýtubakkahrepps 2006.

3. Fundargerðir Eyþings frá 22. september og 10. október 2005.
Lagðar fram.

4. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra frá 14. nóvember 2005. 
Lögð fram.

5. Bréf frá Neytendasamtökunum dags. 23. nóvember 2005. 
Er verið að fara fram á styrk.  Erindinu hafnað.

6. Málþing um frítímastarf á Íslandi. 
Er verið að fara fram á styrk að upphæð kr. 10.000,- Samþykkt.
 
7. Umsókn um lóð fyrir frístundahús frá Bjarna Hjarðar dags. 28.10.2005. 
Umsóknin barst sveitarstjóra 18. nóv. 2005. Afgreiðslu frestað.

8. Umsókn um lóð fyrir frístundahús frá Alfreð Pálssyni dags. 18. nóvember 2005. 
Afgreiðslu frestað

9. Umsókn um lóð fyrir frístundahús frá Arne Vagn Olsen dags. 15. nóvember 2005. 
Afgreiðslu frestað.

10. Umsókn um lóð fyrir frístundahús frá Sævari Helgasyni ódagsett. 
Bréfið barst 14. nóv. 2005.  Afgreiðslu frestað.

11. Ákvörðun um álagningarhlutfall fasteignagjalda í Grýtubakkahreppi 2006.
Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi álagningu:

Fasteignaskattur A                                                  0,36%  
(örorku- og ellilífeyrisþegar fá afslátt samkvæmt reglum Grýtubakkahrepps)
Fasteignaskattur B                                                  1,50%
Vatnsskattur                                                              0,30%
Lóðarleiga af fasteignamati lóða                          1,00%
Holræsagjald af fasteignamati húss og lóðar   0,25%

Sorphirðugjald:
Íbúðir á Grenivík                                            kr. 12.400.-
Sveitaheimili                                                  kr.   8.200.-
Sumarbústaðir á Grenivík                           kr.   8.200.-
Sumarbústaðir utan Grenivíkur                  kr.   4.100.-
Hreppsnefnd er heimilt að veita afslátt ef tveir eða færri eru á heimili.

Sorphirðugjald fyrirtækja (þ.m.t. sveitabýla):
Flokkur 1     kr.   8.200.-
Flokkur 2     kr. 12.400.-
Flokkur 3     kr. 22.000.-
Flokkur 4     kr. 38.500.-
Flokkur 5     kr. 77.000.-
Hreppsnefnd skipar fyrirtækjum í flokka eftir stærð fyrirtækis og magni sorps.
Gjaldtaka fyrir losun seyru:
Rotþrær minni en 3.000 l   kr.   5.000.-
Rotþrær 3.000 l og stærri   kr.   8.000.-

12. Fjárhagsáætlun Grýtubakkahrepps 2006, fyrri umræða. 
Fyrri umræðu lokið.

13. Reykjaveita. 
Ákveðið að gera könnun hjá húseigendum í Grýtubakkahreppi til að kanna áhuga þeirra á að taka inn hitaveitu. 

14. Samþykkt um fráveitur í Grýtubakkahreppi.
Ákveðið að  bæta við 11. gr. í samþykktum um fráveitu í Grýtubakkahreppi:
"Óheimilt er að láta matarleifar úr vaskakvörnum í fráveituna.  Iðnaðarskólpi sem veitt er í fráveitu skal forhreinsað og getur sveitarfélagið sett fram viðmiðunarmörk til að tryggja að tilskilin markmið náist, sbr. lið C í reglugerð nr. 798/1999 um fráveitu og skólp."

15. Málefni Kaldbaksferða ehf. 
Ákveðið að selja hlut Grýtubakkahrepps í Kaldbaksferðum ehf. Sigurbirni Höskuldssyni, samkv. bréfi frá honum dags. 17. nóv. 2005, á genginu 0,5 með fyrirvara um að tekið sé tillit til forkaupsréttarákvæða samkv. samþykktum félagsins.

16. Önnur mál.
a. Sveitarstjórn sammála að samþykkja afbrigði við dagskrá.
Samþykktur nýr lóðaleigusamningur fyrir Hafnargötu 3 á Grenivík og samþykkt að afturkalla  fyrri samninga.  Benedikt vék af fundi meðan þessi liður var afgreiddur.

Fleira ekki fyrir tekið.  Fundargerðin lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 21,30.