Sveitarstjórn

14.11.2005 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 104

Mánudaginn 14. nóvember 2005 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps.  Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra.  Fundurinn hófst kl. 17,00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Fundargerð byggingarnefndar Grenivíkurskóla frá 27. október 2005. 
Fundargerðin samþykkt.

2. Fundargerð skólanefndar Grenivíkurskóla frá 27. október 2005. 
Fundargerðin samþykkt.

3. Drög að reglum um útleigu á íþróttahúsi og samkomuaðstöðu. 
Samþykkt að fá umsögn húsvarðar um drögin áður en þau verða samþykkt.

4. Drög að leigusamningi við Þuríði Guðmundsdóttur. 
Lögð fram drög að leigusamningi við Þuríði vegna spildu í landi Árbæjar, en landið ætlar hún undir sumarhús, annars vegar og fyrir ræktun, hins vegar.  Samþykkt að gera tvo samninga um leigu landsins, annars vegar vegna lóðar undir sumarhús og hins vegar vegna lands til ræktunar.

5. Tölvupóstur frá Aðabjörgu Jónsdóttur dags. 27. október 2005.
Er hún að bjóða upp á þjónustu við bólusetningu á líflömbum.  Þar sem Grýtubakkahreppur tekur ekki þátt í kostnaði vegna bólusetningar, hyggst sveitarfélagið ekki semja sérstaklega við ákveðna dýralækna um bólusetninguna.

6. Drög að áætlun fyrir frístundabyggð. 
Farið yfir áætlun en fyrir liggur að talsvert af fyrirspurnum hefur borist um lóðir.

7.  Bréf frá starfshópi um ráðstefnuna "Hávaði í umhverfi barna" dags. 21. október 2005. 
Lagt fram.

8. Ársfundur 2005, náttúruverndanefnda og Umhverfisstofnunar. 
Er verið að boða til ársfundar þann 17. nóv. nk.  Lagt fram.

9. Bréf frá Aflinu á Norðurlandi dags. 19. október 2005. 
Er verið að fara fram á fjárstyrk.  Samþykkt að veita styrk að upphæð kr. 10.000-.

10. Bréf frá Greiðri leið ehf. dags. 18. október 2005.
Er verið að bjóða hlutafé til forgangsrétthafa.  Samþykkt að kaupa ekki viðbótahlutafé enda hafði sú ákvörðun þegar verið tekin þann 5. september sl.

11. Breyting á deiliskipulagi í Laufási í Grýtubakkahreppi og heimild fyrir viðbyggingu við þjónustuhús.  Lögð fram tillaga að breytingu að deiliskipulagi gerð af Guðrúnu Jónsdóttur dags. 3.10.2005.  Sveitarstjórn samþykkir breytingarnar fyrir sitt leyti með fyrirvara um samþykki Skipulagsstofnunar og grenndarkynningu.

12. Fundargerð leikskólanefndar frá 7. september 2005. 
Fundargerðin samþykkt.

13. Ályktanir aðalfundar Eyþings 2005. 
Lagt fram.

14. Sala á Ægissíðu 21 á Grenivík. 
Lögð fram drög af kaupsamningi milli Grýtubakkahrepps og Fjársýslu ríkisins annars vegar og Ölfu Aradóttur og Ármanns Einarssonar hins vegar vegna Ægissíðu 21 á Grenivík.  Kaupsamningurinn samþykktur og sveitarstjóra falið að undirrita samninginn.

15. Endurskoðun á fjárhagsáætlun 2005. 
Endurskoðuð fjárhagsáætlun fyrir 2005 samþykkt.
a. Tekjur hækka um 7.240 þ.kr.
b. Gjöld hækka um 7.120 þ.kr.

16. Bréf frá Hafþóri Sævarssyni dags. 30.10.2005.
Er hann að sækja um styrk vegna uppihalds minkahunda að upphæð kr. 30.000,-.  Erindið samþykkt enda hefur áður verið veittur styrkur til upphalds þessara hunda að sömu upphæð.

17. Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 2. nóvember 2005. 
Er Skipulagsstofnun að tilkynna um að hún geri ekki athugasemdir við að Grýtubakkahreppur veiti leyfi fyrir frístundahúsi í landi Grundar  (Í Grundardal).  Samþykkt að fresta afgreiðslu til næsta fundar.

18. Fundargerð búfjáreftirlitsnefndar frá 25. október 2005. 
Lagt fram.

19. Bréf frá umhverfisráðuneytinu dags. 28. október 2005. 
Er verið að boða til Umhverfisþings 18. og 19. október nk.  Lagt fram.

20. Bréf frá Umhverfisstofnun dags. 27. október 2005. 
Meðfylgjandi er tillaga að friðlýsingu á svæðinu "Látraströnd-Náttfaravíkur".  Lagt fram.

21. Tölvupóstur frá Jónasi Steingrímssyni dags. 28. október 2005. 
Er hann að sækja um lóð nr. 13 í frístundabyggð fyrir sunnan Sunnuhvol.  Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið en frestar endanlegri afgreiðslu þar til skipulagsvinnu er lokið.

22. Fundargerðir kjörstjórnar Grýtubakkahrepps frá 13. júlí, 4. október og 8. október 2005. 
Lagt fram.

23. Önnur mál.
Engin.
 
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 19:15.