Sveitarstjórn

26.05.2005 00:00

Hreppsnefndarfundur nr.96

Fimmtudaginn 26. maí 2005 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps.  Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra.  Fundurinn hófst kl. 07,00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Sameining sveitarfélaga. 
Lagt fram bréf frá nefnd um sameiningu sveitarfélaga í Eyjafirði, dagsett 19. maí 2005.  Í bréfinu kemur fram áætlun um kostnað vegna vinnu nefndarinnar.  Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps samþykkir að greiða kostnað sem hlýst af nefndarstörfum fulltrúa úr Grýtubakkahreppi vegna sameiningarvinnunar.  Varðandi annan sameiginlegan kostnað hafnar sveitarstjórn Grýtubakkahrepps kostnaðarþátttöku, nema að því leyti sem snýr að beinum undirbúningi kosninganna sjálfra.  Því telur sveitarstjórn nauðsynlegt að tryggt sé fjármagn frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til sameiginlegs kostnaðar sem ekki fellur undir ofangreint áður en til hans er stofnað.  Jafnfram telur sveitarstjórn nauðsynlegt að síðari kjördegi verði seinkað, komi til hans á annað borð, þannig að utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna hans standi að lágmarki í 4 vikur.

2. Bréf frá Trégrip ehf. ódagsett. 
Bréfið var lagt fram á fundi sveitarstjórnar 23. maí s.l. en afgreiðslu frestað.  Fyrir liggur samþykki Oddgeirs Ísakssonar, f.h. Hlaða ehf., sem á þann hluta Hafnargötu 3, sem byggingin mun tengjast.  Erindið samþykkt.  Benedikt vék af fundi meðan þessi liður var ræddur.

3. Önnur mál.
Engin.
 
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 07:30.