Sveitarstjórn

18.04.2005 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 93.

Mánudaginn 18. apríl 2005 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps.  Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra.  Fundurinn hófst kl. 17,00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Ársreikningur Grýtubakkahrepps 2004, seinni umræða. 
Þorsteinn Þorsteinsson frá KPMG  kom á fundinn og fór yfir ársreikning Grýtubakkahrepps.  Einnig sátu fundinn undir þessum lið Regína Sigrún Ómarsdóttir, Fjóla V. Stefánsdóttir, Guðni Sigþórsson, Valdimar Víðisson, Guðbjörg Jónsdóttir, Jakob H. Þórðarson og Kristinn Ásmundsson. Helstu niðurstöðutölur ársreikningsins eru eftirfarandi:
                                                 Sveitarsjóður    Samstæða
Rekstrartekjur                          143.182.000,-  168.389.000,-
Rekstrargjöld                            146.835.000,-  170.814.000,-
Fjármagnstekjur og fjármagnsgj.  29.883.000,-   21.419.000,-
Rekstrarniðurstaða ársins             26.230.000,-   18.994.000,-
Síðari umræðu lokið.  Ársreikningur samþykktur og undirritaður af sveitarstjórn.

2. Tillögur sameiningarnefndar sveitarfélaga og kosning tveggja aðila í sameiningarnefnd.
Sameiningarnefnd gerir tillögu um að eftirtalin sveitarfélög sameinist:  Siglufjarðarkaupstaður, Akureyrarkaupstaður, Ólafsfjarðarbær, Dalvíkurbyggð, Arnarneshreppur, Eyjafjarðarsveit, Hörgárbyggð, Svalbarðsstrandarhreppur og Grýtubakkahreppur.  Eftirtaldir aðilar eru tilnefndir í samstarfsnefnd sem annast undirbúning atkvæðagreiðslu um tillöguna og gerð kynningarefnis um áhrif hugsanlegrar sameiningar; Þórður Stefánsson og Jóhann Ingólfsson, til vara Jón Helgi Pétursson og Jenný Jóakimsdóttir.  Að öðru leyti er ítrekuð bókun sveitarstjórnar frá 10. janúar sl. varðandi sameiningu sveitarfélaga við Eyjafjörð.

3. Fundargerð sparkvallarnefndar frá 6. apríl 2005.  
Nefndin er með 3 tillögur að staðsetningu fyrir sparkvöll.  Nr. 1 norð-vestan við Gamla skóla.  Nr. 2 austan Jónsabúðar og nr. 3 austan gamla skóla.  Samþykkt að sparkvöllur skuli staðsettur skv. tillögu 1, þ.e. norð-vestan við Gamla skóla.

4. Ályktun um málefni tónlistarskóla og greinargerð frá stjórn Félags tónlistarskólakennara dags. 10. apríl 2005. 
Lagt fram.

5. Ályktanir frá Félagi leikskólakennara dags. 5. apríl 2005. 
Lagt fram.

6. Bréf frá Soffíu Daðadóttur frá 11. apríl 2005. 
Er hún að sækja um launahækkun vegna aukinnar menntunar sem sjúkraliði.  Leitað hefur verið eftir áliti launanefndar sveitarfélaga og er sveitarstjóra falið að kanna málið nánar.  Afgreiðslu frestað.

7. Kosning í stjórn Sparisjóðs Höfðhverfinga, tvo aðalmenn og tvo til vara. Einnig fulltrúa á aðalfund sjóðsins
Samþykkt að tilnefna Jón Þorsteinsson og Ara Laxdal, sem aðalmenn í stjórn sjóðsins, og Svein Sigurbjörnsson og Sólveigu Jónsdóttur sem varamenn.  Samþykkt að sveitarstjóri fari með atkvæði Grýtubakkahrepps á fundinum.

8. Önnur mál.
Engin.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið 20:35.