Sveitarstjórn

25.02.2005 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 90

     Föstudaginn 25. febrúar 2005 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman á skrifstofu Grýtubakkahrepps.  Allir hreppsnefndarmenn mættir, nema Jenný Jóakimsdóttir og sat Fjóla V. Stefánsdóttir fundinn í hennar stað.  Einnig sat sveitarstjóri fundinn.  Fundurinn hófst kl. 12,00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Tillaga um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga. 
Oddviti bar fram eftirfarandi tillögu: 
"Sveitarstjórn samþykkir að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að 27 m.kr. vegna byggingar íþróttamiðstöðvar.  Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að undirrita skuldabréf við Lánasjóð sveitarfélaga fyrir lánum allt að 27 m.kr.  Sveitarstjórn hefur kynnt sér öll kjör lánveitingarinnar og samþykkt þau.  Lánasjóði sveitarfélaga er veitt trygging í tekjum sveitarfélagsins vegna lántökunnar sbr. 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998."
Tillagan samþykkt með fimm samhljóða atkvæðum.

Fleira ekki fyrir tekið.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 12,15