Sveitarstjórn

21.02.2005 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 89

    
Mánudaginn 21. febrúar 2005 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman á skrifstofu Grýtubakkahrepps.  Allir hreppsnefndarmenn mættir nema Jón Helgi Pétursson, en í hans stað sat Fjóla Stefánsdóttir fundinn.  Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Nýbygging í íþróttamiðstöð skoðuð. 

2. Endurskipulagning í þjónustumiðstöð. 
Guðni Sigþórsson, verkstjóri sat fundinn undir þessum lið.  Farið vítt og breytt yfir málefni þjónustumiðstöðvar.  Ákveðið að auglýsa ekki starf í þjónustumiðstöð að svo stöddu.

3. Ráðning í stöðu slökkviliðsstjóra Grýtubakkahrepps.
Ein umsókn hefur borist en hún er frá Guðna Sigþórssyni.  Ákveðið að ganga til samninga við Guðna Sigþórsson.  Einnig ákveðið að auglýsa starf varaslökkviliðsstjóra.

4. Skipun í sparkvallarnefnd.
Eftirfarandi aðilar eru skipaðir í nefndina:  Ingólfur Björnsson fyrir foreldrafélag Grenivíkurskóla, Þorsteinn Friðriksson frá Magna og Jón Helgi Pétursson fyrir Grýtubakkahrepp sem verður formaður nefndarinnar.

5. Afskrifaðar kröfur. 
Ákveðið að afskrifa  kröfur samkvæmt lista upp á kr. 23.949,-.

6. Bréf frá Staðardagskrá 21 dags. 3. febrúar 2005.
Er verið að bjóða upp á aðstoð og minna á að verkefninu lýkur á þessu ári. Bréfið lagt fram.

7. Sala á landspildu úr landi Hvamms. 
Vegna fyrirspurnar Þórsteins Jóhannessonar, Bárðartjörn, um kaup á landspildu úr landi Hvamms fékk sveitarstjórn Ólaf Vagnsson, ráðunaut, til að meta verðgildi landsins en landið er neðan vegar sunnan Hvammsár.  Mat Ólafs var kr. 55.000,- á ha.  Verðhugmyndir Þórsteins voru mun lægri og er því sveitarstjórn sammála um að selja ekki á grundvelli hans verðhugmynda. Jenný vék af fundi undir þessum lið.

8. Skipun í nefnd við gerð landbóta- og landnýtingaráætlunar. 
Eftirtaldir eru skipaðir í nefndina:  Ólafur Vagnsson frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar, Stefán Skaftason frá Landgræðslunni, Jóhann Ingólfsson frá Grýtubakkahreppi og Sveinn Sigtryggsson fyrir fjallskilastjóra.  Þar sem fjárræktarfélagið tilnefndi tvo í nefndina var ákveðið að fjölga í nefndinni úr fimm í sex og eru fulltrúar fjárræktarfélagsins Þórarinn Pétursson og Ásta Flosadóttir. Jóhann Ingólfsson verður formaður nefndarinnar.

9. Vetrarbílastæði.
Rætt um hvar heppilegast er að hafa vetrarbílastæði eftir að byggt var á lóð nr. 2 við Miðgarða. Ákveðið að skoða svæði vestan þvottaplans.

10. Ráðning í stöðu forstöðumanns á Grenilundi til eins árs. 
Sveitarstjóra og forstöðumanni Grenilundar falið að ganga frá ráðningunni.

11. Fundargerð byggingarnefndar Grenivíkurskóla dags. 16. febrúar 2005. Fundargerðin samþykkt.

12. Bréf vegna vaxtarsamnings Eyjafjarðar. 
Er verið að kynna verkefnið.  Bréfið lagt fram.

13. Fundargerð byggingarnefndar Eyjafjarðar frá 15. febrúar 2005.
Lögð fram.

14. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra frá 14. febrúar 2005. 
Lögð fram.

 15. Önnur mál.
Engin

Fundargerðin lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 20,20.