Sveitarstjórn

07.02.2005 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 88

Mánudaginn 7. febrúar 2005 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps.  Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra.  Fundurinn hófst kl. 17,00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Þriggja ára áætlun Grýtubakkahrepps 2006-2008. Seinni umræða.
Þús. kr.             2006   2007  2008
Rekstrarn.st.   -1.561  -1.561 -1.561
Fjárfestingar      7.756   7.756  7.756
Handb. fé í ársl.       0         0         0

Þriggja ára áætlun samþykkt.

2. Fundargerð byggingarnefndar Grenivíkurskóla frá 25. janúar 2005.  Fundargerðin samþykkt.

3. Bréf frá Sesselju Bjarnadóttur dags. 25.01.2005.
Í fyrsta lagi spyr hún hvort hægt sé að hafa heitan pott inn í nýbyggingu íþróttamiðstöðvar.  Í öðru lagi spyr hún hvort hægt sé að hafa innangengt inn í gufubað og í þriðja lagi er spurt hvort það sé rétt stefna að bjóða upp á sólböð í íþróttamiðstöðinni. 
Byggingarnefnd er þegar að leita að útfærslu til að innangengt geti orðið inn í gufubað og heitan pott.  Varðandi sólböð, er sveitarstjórn ekki tilbúin að banna slíka starfsemi, nema að slík tilmæli komi frá heilbrigðiseftirliti.  Aftur móti leggur sveitarstjórn áherslu á að notendum ljósabekkja séu kynntar mögulegar slæmar afleiðingar óhóflegra sólbaða og hvað gera megi til að draga úr líkum á slíkum afleiðingum.  Sveitarstjóra falið að svara erindinu.

4. Fundargerðir þjónustuhóps aldraðra, fundir nr. 817, 821, 825, 827. 
Lagt fram.

5. Fundargerð heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra frá 17. janúar 2005. 
Lagt fram.

6. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra frá 1. febrúar 2005.
Er það vegna reglubundis eftirlits HNE í Grunnskólann á Grenivík.  Sveitarstjóra falið að fara yfir athugasemdir í samráði við skólastjóra og svara bréfinu.

7. Endurskoðun á fasteignagjöldum 2005. 
Samþykkt að lækka álagningu vatnsskatts fyrir árið 2005 úr áður ákveðnum 0,35% í 0,3% af fasteignamati.  Ástæða lækkunarinnar er að fasteignamat hækkaði töluvert meira um sl. áramót en gert var ráð fyrir við gerð fjárhagsáætlunar.

8. Bréf frá Jóni Ásgeiri Péturssyni dags. 2. febrúar 2005. 
Jón Ásgeir er að segja upp störfum við áhaldahús Grýtubakkahrepps.  Lagt fram.

9. Ýmsar hugrenningar sveitarstjóra.
Samþykkt að halda íbúaþing (hreppsfund) í aprílmánuði.

10. Önnur mál.
Engin.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 18:20.