Sveitarstjórn

10.01.2005 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 86.

Mánudaginn 10. janúar 2005 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps.  Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra.  Fundurinn hófst kl. 17,00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Sameining sveitarfélaga.
 
Lögð fram skýrslan: Eyfirðingar í eina sæng?  Sveitarstjórn telur hag íbúa Grýtubakkahrepps best borgið með því að sameinast ekki öðrum sveitarfélögum í Eyjafirði, vegna þess að hún telur hættu á að þjónusta við íbúa muni skerðast, þar sem byggðarlagið yrði jaðarsvæði í sameinuðu sveitarfélagi.  Eins telur sveitarstjórn að íbúar muni ekki njóta fjárhagslegs ávinnings af sameiningunni og glata forræði yfir eignum, sem nýst hafa við uppbyggingu byggðarlagsins.  Samt sem áður telur sveitarstjórn eðlilegt að íbúar sveitarfélagsins kjósi um væntanlegar tillögur sameiningarnefndar.

2. Bréf frá Hafsteini Sigfússyni dags. 27.12.2004.
Er hann að segja upp starfi sínu sem slökkviliðsstjóri.  Samþykkt að auglýsa eftir umsækjendum um stöðu slökkviliðsstjóra.

3. Fundargerð félagsmálanefndar Grýtubakkahrepps frá 7. desember 2004.  Fundargerðin samþykkt og sveitarstjóra falið að undirbúa þá þætti er snúa að 4. t.l. fundargerðarinnar.

4. Bréf frá Guðmundi Þórissyni dags. 27.12.2004.
Guðmundur er að segja sig úr bókasafnsnefnd Grýtubakkahrepps.  Samþykkt að tilnefna Þórstein A Jóhannesson í nefndina í hans stað.

5. Bréf frá félagsmálaráðuneytinu dags. 16.12.2004. 
Lögð fyrir drög að reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum.

6. Samningar við félög. 
Farið yfir drög að samningum við félög í Grýtubakkahreppi, þ.e. Magna, Ægi, Þráinn og Hvamm.  Samþykkt að sveitarstjóri beri samningana undir forsvarsmenn viðkomandi félaga.

7. Bréf frá Rögnvaldi Guðmundssyni, áður tekið fyrir. 
Samþykkt að taka þátt í verkefninu með kr. 60.000- framlagi árið 2005 og kr. 60.000- árið 2006.

8. Fjárhagsáætlun Grýtubakkahrepps fyrir árið 2005, seinni umræða.

Skatttekjur    121.532 þ.kr.
Rekstrarniðurstaða              9 þ.kr.
Afskriftir      15.117 þ.kr.
Eignabreytingar     67.473 þ.kr.
Tekin lán      27.100 þ.kr.
Handbært fé í árslok.           90 þ.kr.
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2005 samþykkt.

9. Önnur mál.
Engin.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 18:40.