Sveitarstjórn

30.12.2004 00:00

Hreppsnefndarfundur nr.85

Föstudaginn 30. desember 2004 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps.  Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra.  Fundurinn hófst kl. 12,00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Sala á hlutabréfum í Sænesi ehf. 
Ákveðið að selja Sænesi ehf. hlutafé í Sænesi að upphæð kr. 2.465.400,- að nafnverði á kr. 30.817.500,- Greiðslan fer fram á árinu 2005.

2. Endurskoðun á fjárhagsáætlun Grýtubakkahrepps 2004.
Seld hlutabréf.    kr.30.817.500,-
Færist á hlutafé í efnahag    kr.  2.944.427,-
Fjármagnstekjuskattur, efnah.   kr. 2.787.307-
Tekjur af eignahlutum, fært á 28- kr.25.085.766,-
Endurskoðunin samþykkt.

Fleira ekki fyrir tekið.  Fundargerðin lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 12.30.