Sveitarstjórn

20.12.2004 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 84

Mánudaginn 20. des. 2004 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps.  Allir hreppsnefndarmenn mættir nema Jón Helgi Pétursson.  Í hans stað sat Fjóla Stefánsdóttir fundinn.  Jóhann Ingólfsson mætti eftir12. lið.  Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Sameining sveitarfélaga. 
Rætt um sameiningu sveitarfélaga en skýrsla sú sem RHA gerði vegna sameiningar alls Eyjafjarðar í eitt sveitarfélag verður kynnt nk. þriðjudag kl. 15,00.

2. Bréf frá Öryrkjabandalagi Íslands, dags. 15. des. 2004. 
Fært í trúnaðarbók.

3. Bréf frá Skarði ehf, dags. 16. des. 2004. 
Er verið að sækja um leyfi til að byggja gangnamannaskýli við Útburðartjörn á Skarðsdal. Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti en vísar erindinu að öðru leyti til Byggingarnefndar Eyjafjarðar.

4. Bréf frá Svalbarðsstrandahreppi frá 6. des. 2004. 
Er verið að tilkynna um breytingu á Svæðisskipulagi. Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps gerir ekki athugasemdir við erindið.

5. Bréf frá Lýðheilsustöð dags. 6. des. 2004. 
Erindinu vísað til skóla- og leikskólanefndar til umsagnar.

6. Bréf frá félagsmálaráðuneytinu dags. 1. des. 2004.
Er verið að vekja athygli á áliti umboðsmanns Alþingis, mál nr. 4064/2004 og 4070/2004.

7. Álagningarprósenta útsvars 2005. 
Sveitarstjórn samþykkir að álagningarprósenta útsvars fyrir árið 2005 verði 13,03%

8. Fundargerð heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra dags. 6. des. 2004. 
Lögð fram.

9. Fundargerðir bygginganefndar Eyjafjarðar dags. 14. des. s.l.  
Í lið 2 er Helguhóll ehf. að sækja um leyfi til að byggja vélageymslu og tengibyggingu  í Nesi í Grýtubakkahreppi.  Í lið 3 er Pétur Þórarinsson, Laufási  að sæka um leyfi til að setja niður 15 fm smáhýsi í Laufási.  Einnig var lögð fram fundargerð jólafundar Byggingarnefndar Eyjafjarðar.  Sveitarstjórn samþykkir fyrrnefnda liði.

10. Drög að ráðningarsamningi við Ölfu Aradóttur. 
Sveitarstjórn samþykkir drögin með lítilsháttar breytingum

11.  Drög að samningum við félög í Grýtubakkahreppi. 
Þessi félög eru Íþróttafélagið Magni, Björgunarsveitin Ægir, Golfklúbburinn Hvammur og Hestamannafélagið Þráinn. Drögin rædd.

12. Drög að samningi við Hjalta Gunnþórsson v/leigulands. 
Drögin samþykkt með smá breytingum.

13. Bréf frá Nönnu Jóhannsdóttur dags. 15. des. 2004.
Er hún að sækja um að byggja bílskúr við Miðgarða 8 á Grenivík. Sveitarstjórn samþykkir að byggður verði bílskúr á lóðinni með fyrirvara um stærð, gerð, staðsetningu og grenndarkynningu á skúrnum.

14. Bréf frá Rögnvaldi Guðmundssyni, tekið fyrir á síðasta fundi.
Afgreiðslu frestað.

15. Framlenging á samningi við Akureyrarbæ v/félags- og skólaþjónustu.  Sveitarstjórn samþykkir að framlengja samninginn óbreyttann.

16. Fjárhagsáætlun Grýtubakkahrepps 2005. 
Tekin til umræðu.

17. Önnur mál.
* Ákveðið að leiga á landi til beitar í Grýtubakkahreppi  verði kr. 2.500,- á ha. árið 2005 og kr. 5.000,- á ári árið 2006.

Fleira ekki tekið fyrir.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 20,30.