Sveitarstjórn

22.11.2004 00:00

Hreppsnefndarfundur  nr. 82

Mánudaginn 22. nóvember kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps.  Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Álagning fasteignagjalda 2005. 
Eftirfarandi álagning var samþykkt: 

Álagningarhlutfall fasteignagjalda í Grýtubakkahreppi árið 2005 er sem hér segir:

Fasteignaskattur A  0,36%
(örorku- og ellilífeyrisþegar fá afslátt samkvæmt reglum Grýtubakkahrepps)
Fasteignaskattur B  1,50%
Vatnsskattur     0,35%
Lóðarleiga af fasteignamati lóða   1,00%
Holræsagjald af fasteignamati húss og lóðar   1,00%


Sorphirðugjald:

Íbúðir á Grenivík  kr.  12.400.-
Sveitaheimili  kr.    8.200.-
Sumarbústaðir á Grenivík   kr.    8.200.-
Sumarbústaðir utan Grenivíkur kr.    4.100.-

Hreppsnefnd er heimilt að veita afslátt ef tveir eða færri eru á heimili.

Sorphirðugjald fyrirtækja (þ.m.t. sveitabýla):

Flokkur 1     kr.  8.200.-
Flokkur 2     kr. 12.400.-
Flokkur 3     kr. 22.000.-
Flokkur 4     kr. 38.500.-
Flokkur 5     kr. 77.000.-

Hreppsnefnd skipar fyrirtækjum í flokka eftir stærð fyrirtækis og magni sorps.

Losun rotþróa
Rætt um gjald fyrir losun rotþróa.  Ákvörðun frestað.

2. Bréf frá Valgarði Egilssyni dags. 5. nóv. 2004. 
Bréfið fjallar um söfnun eldri ljósmynda og varðveislu skjala.  Sveitarstjórn lýsir sig reiðubúna að greiða fyrir verkefninu með þeim hætti að sveitarskrifstofa annist móttöku efnis og samskipti við söfn, sem sjái um skráningu, varðveislu og skönnun.  Jafnframt verður boðað til fundar fyrir áhugamenn um verkefnið, með það að markmiði að skipuleggja söfnun gagna.

3. Bréf frá Siglufjarðarbæ dags. 11.11.04. 
Er verið að tilkynna um breytingu á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar.  Samþykkt.

4. Fundargerðir Héraðsnefndar Eyjafjarðar nr. 205 og 206. 
Lagt fram.

5. Fundargerðir Sorpeyðingar Eyjafjarðar nr. 66, 67 og 68. 
Lagt fram.

6. Fundargerð skólanefndar Grenivíkurskóla 18.11.04. 
Fundargerðin samþykkt.

7. Staða landvinnslu Brims á Grenivík. 
Rætt var um breytingar á landvinnslu Brims á Grenivík, en þær breytingar hafa valdið verulegri fækkun starfa á Grenivík, í það minnsta tímabundið.  Sveitarstjórn hefur áhyggjur af þessari þróun, verði hún til frambúðar og mun fylgjast vel með henni á næstu misserum.

8.  Skýrslur til kynningar:
a. Samanburður á rekstrarkostnaði Grenivíkurskóla
b. Er grunnskólinn kominn til sveitarfélaganna?
Skýrslurnar lagðar fram.

9. Fjárhagsáætlun Grýtubakkahrepps 2005 - fyrri umræða. 
Fyrri umræðu lokið.

10.  Önnur mál.
Engin.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 19:45