Sveitarstjórn

18.10.2004 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 80

Mánudaginn 18. okt. 2004 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps.  Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Endurskoðun fjárhagsáætlunar Grýtubakkahrepps 2004. 
Sveitarstjóri fór yfir samanburð á gildandi áætlun og rauntölum.  Endurskoðun fjárhagsáætlunar samþykkt þannig að útgjöld aukast ekki umfram auknar tekjur.

2. Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 8. október 2004.
Skipulagsstofnun er að fara fram á frekari upplýsingar varðandi vegslóða upp á Grenivíkurfjall.  Sveitarstjóra falið að svara bréfinu í samráði við Vegagerð ríkisins.

3. Bréf frá Sesselju Bjarnadóttur dags. 1. október 2004. 
Sesselja er að tilkynna um að hún láti af nefndarstörfum í félagsmálanefnd og skólanefnd frá og með 1. janúar 2005 af persónulegum ástæðum.  Lagt fram og Sesselju þökkuð vel unnin störf.

4. Skráning mynda. 
Rætt um söfnun og skönnun mynda og skjala, sem hafa sögulegt gildi.  Sveitarstjóra falið að vinna að málinu.

5. Bréf frá Fjólu Stefánsdóttur dags. 4. október 2004.
Er hún að óska eftir að stöðuhlutfall hennar á Grenilundi verði aukið úr 80% í 100%.  Sveitarstjórn samþykkti hækkað stöðuhlutfall.

6. Samningar við félög. 
Farið yfir drög að samningum við félög í Grýtubakkahreppi.  Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu og gera drög að samningi við öll þau félög sem sveitarfélagið á í samstarfi við.

7. Tæming á rotþróm í Grýtubakkahreppi. 
Farið yfir ýmis atriði varðandi tæmingu á rotþróm í Grýtubakkahreppi en stefnt er að því að árið 2005 hefjist skipulögð tæming á rotþróm í sveitarfélaginu.

8. Upplýsingar frá íþróttamiðstöð. 
Lagðar fram upplýsingar frá húsverði.  Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með framtakið og hefur áhuga á að skoða nánar margar þær hugmyndir sem fram koma.

9. Greinargerð um kynnisferð leikskólastjóra til Prag vorið 2004 (lögð fram á fundinum). 
Samþykkt að ræða skýrsluna þegar sveitarstjórnarmenn hafa kynnt sér innihald hennar.

10. Niðurgreiðsla dagmömmugjalda. 
Sveitarstjórn samþykkir að greiða 22% hlutdeild í kostnaði við gæslu barna hjá dagmömmum, sem hafa tilheyrandi leyfi, enda er slík kostnaðarþátttaka sambærileg við það sem gerist hjá Akureyrarbæ.

11. Bréf frá Guðrúnu Árnadóttur og Gunnþóri Svavarssyni, dags. 11. okt.2004. Eru þau að fara fram á að hestar og rafmagnshestagirðingar verði fjarlægðar frá lóð þeirra að Höfðagötu 9 á Grenivík.  Sveitarstjórn vinnur þegar að takmörkun á búfjárhaldi nærri íbúðabyggð og mun setja reglur þar að lútandi.  Varðandi bótaskyldu vegna skaða, sem búfénaður kann að valda, eru eigendur búfénaðar bótaskyldir.  Jenný vék af fundi meðan þessi liður var ræddur.

12. Tillögur sameiningarnefndar um breytingar á sveitarfélagaskipan. 
Lagt fram.

13. Bréf frá Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar dags. 8. okt. 2004. 
Bréfið fjallar um skyldu sveitarfélaga til að marka sér stefnu í gerð framkvæmdaáætlunar í barnaverndarmálum og vinnu sem Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar er að fara í við gerð slíkrar áætlunar.  Samþykkt að taka þátt í vinnu við gerð framkvæmdaáætlunar.

14. Bréf frá Jóni Ásgeiri Péturssyni dags. 15. okt. 2004. 
Jón er að fara fram á kauphækkun.  Lagt fram en afgreiðslu frestað, þar sem rekstur þjónustumiðstöðvar (áhaldahúss) er í skoðun.

15. Önnur mál. 
Lagðar fram upplýsingar um stöðu mála varðandi verkfall kennara.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 20:20.