Sveitarstjórn

05.07.2004 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 76.

Mánudaginn 5. júlí 2004 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps.  Allir hreppsnefndarmenn mættir nema Jón Helgi Pétursson.  Í hans stað sat Fjóla Stefánsdóttir fundinn.  Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Málefni Tónlistarskóla Eyjafjarðar. 
Lögð fram ný tillaga fyrir haustönn 2004 frá skólastjóra T.E.  Þar kemur fram að framlag Grýtubakkahrepps er 390.609,- á mánuði. Tillagan samþykkt en framvegis þarf að bera undir sveitarstjórn ef nemendur eru teknir inn sem eru 20 ára og eldri. Þórður vék af fundi meðan þessi liður var ræddur.

2. Vegur í Grenivíkurfjall
Lagt fram bréf frá Kaldbaksferðum dags. 02.07.04 þar sem farið er fram á að vegurinn verði lagður upp á Grenivíkurfjall.  Kemur þessi ósk vegna nýrra hugmynda um uppbyggingu vetraríþrótta í Kaldbak og Grenivíkurfjalli. Ákveðið að fá aðila frá Vegagerðinni til að teikna veg upp á Grenivíkurfjall.

3. Bréf frá Sigríði Pálrúnu Stefánsdóttur dags. 24.júní 2004.
Er Pálrún  að fara fram á að brunahani sem er fyrir framan hús hennar verði fluttur þar sem hún ætlar að steypa 2 falt bílastæði. Erindið samþykkt.  Fjóla vék af fundi undir þessum lið.

4. Bréf frá Veðurstofu Íslands dags. 18. júní 2004.
Bréfið er snjóflóðahættumat vegna Hvamms í Grýtubakkahreppi.  Mat Veðurstofunnar er að staðaráhætta sé yfir viðmiðunarmörkum.  Samþykkt að fá tillögur frá Ofanflóðasjóði til úrbóta.

5. Bréf frá Lögmannshlíð dags. 11. júní 2004.
Meðfylgjandi eru þrjú skjöl sem öll tengjast breytingum á eignarhaldi á jörðinni Grýtubakka 2 í Grýtubakkahreppi.  Skjölin eru eignaryfirlýsing þar sem Gói ehf. yfirtekur jörðina, lóðarleigusamningur um íbúðarhúsalóð og kaupsamningur um hlutabréf í Góa ehf. Erindin samþykkt.

6. Bréf frá Valgerði Sverrisdóttur dags. 24. júní 2004.
Er hún að fara fram á að Grýtubakkahreppur kosti skólavist dóttur hennar, Lilju Sólveigar næsta vetur.  Erindið samþykkt.  Guðný og Jóhann véku af fundi undir þessum lið.

7. Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga.
Samþykkt að fá kr. 13.000.000,- að láni hjá Lánasjóði Sveitarfélaga samanber fjárhagsáætlun.

8. Bréf frá Guðna Sigþórssyni dags. 21. júní 2004. 
Guðni er að útskýra átæðu þess að hann þurfi að vera með bíl áhaldahússins á heimili sínu, Nolli. Sveitarstjóra falið að útfæra samning við verkstjóra til áramóta.

9. Tillaga að markmiðslýsingu fyrir samstarf Þingeyjarsveitar, Grýtubakkahrepps, Svalbarðsstrandarhrepps, Eyjafjarðarsveitar, Hörgárbyggðar og Arnarneshrepps.
Sveitarstjórn samþykkir lýsinguna fyrir sitt leyti.

10. Fundargerð skólanefndar Grenivíkurskóla frá 1. júlí 2004.
Fundargerðin samþykkt.

11. Skýrsla um eineltismál í Grenivíkurskóla. 
Lögð fram.

12. Bréf frá Fjólu Stefánsdóttur dags. 24. júní 2004.
Fjóla er að fara fram á launahækkun.  Erindinu vísað til Launanefndar sveitarfélaga.  Fjóla vék af fundi undir þessum lið.

13. Málefni Trésmíðaverkstæðis Sveins Heiðars. 
Málið rætt.

14. Önnur mál. 
Engin.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt.  Fleira ekki tekið fyrir.  Fundi slitið kl. 19,25.

Guðný Sverrisdóttir, fundarritari.