Sveitarstjórn

21.06.2004 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 75

Mánudaginn 21. júní 2004 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps.  Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Fundargerð T.E. frá 26. maí og 14. júní sl. Fundargerð oddvitafundar  T.E. frá 18. júní sl.

Skipting launakostnaðar á haustönn 2004. Ársreikningur T.E. 2003.  Í skiptingu launakostnaðar á haustönn 2004 kemur fram að kostnaður Grýtubakkahrepps hækkar úr kr. 305.718,- á mán 2003 í kr. 421.708,-.  Lagt fram.  Samþykkt að taka þátt í kostnaði náms nemenda á grunnskólaaldri, sem sótt hafa um nám á haustönn 2004.  Ákvörðun varðandi aðra nemendur er frestað meðan athugað er hvaða leiðir eru færar varðandi kostnaðarþátttöku nemenda.  Framlagður ársreikningur er samþykktur.

2. Bréf frá Björgunarsveitinni Ægi dags. 1. júní 2004. 
Björgunarsveitin er að leita eftir aðstoð til kaupa á sjúkrabörum.  Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 20.000-.

3. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra frá 2. júní sl. 
Lagt fram.

4. Bréf frá Vegagerðinni, dags. 14. júní sl. 
Er verið að tilkynna um að ekki sé til fjármagn til að hækka greiðslur sem lagðar eru í samninga um þjóðveg í þéttbýli, en fyrri samningur er útrunninn.  Samþykkt að framlengja núgildandi samning óbreyttan fyrir árið 2004.

5. Reiðvegur. 
Samþykkt að heimila reiðvegargerð suður skurðbakka vestast í Höfðabrekkutúni, eftir skurðruðningi sunnan túnsins, yfir mýri að borholuvegi og suður úr borholuvegi að landamerkjum við Hól.

6. Bréf frá Útrás ehf. frá 11. júní sl. 
Bréfið er svar við bréfi frá Grýtubakkahreppi dags. 8. júní sl. varðandi hitaveitu í sveitarfélaginu.  Lagt fram.

7. Hugmyndir að landnýtingaráætlun (vinnuferli við gerð landnýtingaráætlunar) fyrir Fjörður og Látraströnd frá Ástu F. Flosadóttur. 
Samþykkt að fá Ólaf Dýrmundsson til að gera tillögu að landnýtingaráætlun fyrir afrétti í Grýtubakkahreppi í samráði við heimamenn.

8. Vegur í Grenivíkurfjalli. 
Samþykkt að kanna hvort setja þurfi gerð vegar í umhverfismat.

9. Málefni Trésmíðaverkstæðis Sveins Heiðars. 
Frestað.

10. Lögð fram kjörskrá fyrir forsetakosningarnar 26. júní 2004.

11. Bréf frá Bergvini Jóhannssyni, dags. 5. júní 2004. 
Samþykkt að leita eftir áliti Ólafs Vagnssonar um malarnám í Laufási.  Jón Helgi vék af fundi undir þessum lið.

12. Aðalfundur Greiðrar leiðar ehf. boðaður 28. júní nk. 
Samþykkt að veita sveitarstjóra umboð til að fara með atkvæði hreppsins á fundinum.

13. Fundargerð Byggingarnefndar Eyjafjarðar frá 15. júní sl. 
Lagt fram.

14. Leigusamningur milli Grýtubakkahrepps og Golfklúbbsins Hvamms.  Sveitarstjóra falið að gera drög að samningi.  Jón Helgi og Þórður véku af fundi meðan þessi liður var ræddur.

15. Önnur mál.
Engin.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 20:10.