Sveitarstjórn

07.06.2004 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 74

Mánudaginn 7. maí 2004 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps.  Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Farið í skoðunarferð.
 
Skoðuð voru svæði sem koma til álita varðandi framkvæmdir, snyrtingu o.þ.h.  Samþykkt að kanna staðsetningu sparkvallar, neðan gatnamóta Miðgarða og Kirkjuvegar.

2. Kosning oddvita og varaoddvita Grýtubakkahrepps.
Kosning oddvita:  Þórður Stefánsson hlaut 4 atkvæði og Jóhann Ingólfsson 1.  Þórður telst því rétt kjörinn oddviti.
Kosning varaoddvita:  Jóhann Ingólfsson hlaut 4 atkvæði og Jenný Jóakimsdóttir 1.  Jóhann telst því rétt kjörinn varaoddviti.

3. Fundargerð bygginganefndar Eyjafjarðar dags. 18. maí sl. 
Í lið nr. 5 sækir Grýtubakkahreppur um leyfi til að byggja aðstöðuhús við sundlaug og íþróttahús við Grenivíkurskóla.  Í lið nr. 6 er Hreinn Skúli Erhardsson  að sækja um leyfi til að byggja einbýlishús á lóð nr. 11 við Lækjarvelli á Grenivík.  Í lið nr. 7 er Sveinlaug Friðriksdóttir að sækja um leyfi til að byggja einbýlishús á lóð nr. 14 við Lækjarvelli á Grenivík.  Í lið nr.8 er Jónas Baldursson, Grýtubakka, að sækja um leyfi til að setja niður setlaug ásamt yfirbyggingu úr timbri og gleri.  Sveitarstjórn samþykkir öll erindin fyrir sitt leyti.

4. Ályktun 65. fulltrúaráðsfundar Sambands ísl. Sveitarfélaga. 
Lagt fram.  Sveitarstjórn gerir þá athugasemd við fjórðu málsgrein ályktunarinnar að ekki sé ásættanlegt að reglum um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga sé breytt þannig að þau sveitarfélög, sem ekki sameinast öðrum sveitarfélögum, beri skarðan hlut frá borði.

5. Reiðvegur. 
Rætt var um staðsetningu reiðvegar austan í Höfðanum.  Samþykkt að kanna burðargetu mögulegra vegastæða áður en ákvörðun verður tekin um framhaldið.

6. Vegur í Grenivíkurfjalli. 
Skoðuð var staðsetning vegar í Grenivíkurfjalli.  Samþykkt að hreppsnefndarmenn kanni mögulegt vegastæði nánar fyrir næsta fund.

7. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra frá 10. maí sl.  Lagt fram.

8. Bréf frá Íþróttafélaginu Magna dags. 1. júní 2004. 
Magni fer fram á að fá sundlaugarhúsið við sundlaug Grenivíkur afhent til eignar þegar notkun þess lýkur.  Erindið samþykkt.

9. Fundargerð stýrihóps um sameiningarmál dags. 21. maí sl. 
Samþykkt að taka þátt í úttekt RHA á kostum og göllum á sameiningu Eyjafjarðar í eitt sveitarfélag.

10. Aðalfundur Sæness ehf. 15. júní nk. 
Samþykkt að fela oddvita umboð til að fara með atkvæði hreppsins á fundinum.

11. Aðalfundur Vélsmiðjunnar Víkur 8. júní nk. 
Samþykkt að fela sveitarstjóra umboð til að fara með atkvæði hreppsins á fundinum.

12. Bréf frá Útrás dags. 25. maí 2004. 
Útrás er að bjóðast til að taka að sér hönnun og byggingu hitaveitu fyrir Grýtubakkahrepp þar sem heitt vatn, sem finnst í landi Ytri-Víkur vestan Eyjafjarðar yrði nýtt.  Lagt fram og sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga varðandi útfærslu.

13. Fundargerð stjórnar Eyþings 14. maí sl. 
Lagt fram.

14. Leigusamningur milli Grýtubakkahrepps og Golfklúbbsins Hvamms. 
Lögð fram drög að leigusamningi.  Sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga.

15. Afrétt. 
Lagt fram álit Gróðurverndarnefndar Eyjafjarðar og fulltrúa Landgræðslu ríkisins um ástand gróðurs í Fjörðum og á Látraströnd, í kjölfar vettvangsferðar, sem farin var 5. júní 2004.  Samþykkt að fara að tillögum Gróðurverndarnefndar Eyjafjarðar og fulltrúa Landgræðslu ríkisins varðandi upprekstratíma. 
Einnig lagðar fram hugmyndir Ástu Flosadóttur að vinnuferli fyrir landnýtingaráætlun fyrir Fjörður og Látraströnd og verða þær hugmyndir teknar fyrir á næsta fundi.

16. Fundargerð bygginganefndar Grenivíkurskóla frá 19. maí sl. og byggingamál Grenivíkurskóla. 
Fundargerðin samþykkt.

17. Önnur mál. 
Engin.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 20:15.