Sveitarstjórn

03.05.2004 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 71

Mánudaginn 3. maí 2004 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps.  Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Ársreikningur Grýtubakkahrepps 2003, fyrri umræða.
Þorsteinn Þorsteinsson frá K.P.M.G. og skoðunarmenn Grýtubakkahrepps koma á fundinn. Rekstrarniðurstaða ársins 2003 kr. 3.296.000,- hjá sveitarsjóði A hluta og kr. 862.000,- hjá samstæðu A og B hluta.  Fyrri umræðu um ársreikninginn lokið.

2. Örbylgjutenging í Grýtubakkahreppi. 
Sveitarstjóri skýrði frá því að fyrirtækið Snerpa á Ísafirði væri að íhuga að setja upp örbylgjusambönd í sveitarfélaginu til að bjóða heimilum og fyrirtækjum sítengingu við Netið. Safna þarf 25 tengingum í sveitarfélaginu til að framkvæmdin verði að veruleika.  Samþykkt að vinna áfram að málinu.

3. Bréf frá Kirkjukór Grenivíkurkirkju, dags. 1. apríl 2004. 
Kirkjukórinn er að sækja um styrk vegna Danmerkurferðar, en kórinn verður 60 ára á árinu.  Samþykkt að styrkja kórinn um 80 þ.kr.

4. Bréf frá Kaldbaksferðum, ódagsett.
Er verið að fara þess á leit við sveitarstjórn Grýtubakkahrepps að hún hlutist til um að  lengja veg þann sem liggur nú upp í hlíðar Grenivíkurfjalls.  Samþykkt að fresta afgreiðslu erindisins og fela sveitarstjóra að kanna alla möguleika á vegastæði, m.t.t. umhverfisþátta, í samráði við Vegagerð ríkisins.

5. Aðalfundur Hafnarsamlags Norðurlands 2003. 
Samþykkt að fela sveitarstjóra umboð til að fara með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum.

6. Fundargerð byggingarnefndar Eyjafjarðar frá 20. apríl 2004.
Í lið nr. 2 sækir Grýtubakkahreppur um leyfi fyrir byggingu á aðstöðuhúsi við sundlaug og íþróttahús á Grenivík.  Í lið nr. 3 sækir Jónas Baldursson, Grýtubakka 1 um breytingu og viðbyggingu við íbúðarhúsið á Grýtubakka 1. Í lið 4 sækir Guðbergur Egill Eyjólfsson, Hléskógum um breytingu á hlöðu og fjósi í legubásafjós.  Fundargerðin lögð fram og liðir 2,3 og 4 samþykktir.

7. Bréf frá Fiskey, dags. 20. apríl 2004.
Er verið að skýra frá því helsta sem kom fram á aðalfundi Fiskeldis Eyjafjarðar hf. þann 16. apríl sl.  Lagt fram.

8. Aðalfundur Tækifæris hf. 2003. 
Samþykkt að fela sveitarstjóra umboð til að fara með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum.

9. Aðalfundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar fyrir árið 2003. 
Samþykkt að fela Jóhanni Ingólfssyni umboð til að fara með atkvæði sveitarfélagins á fundinum.

10. Aðalfundur Símeyjar, 18. maí n.k. 
Samþykkt að fela sveitarstjóra umboð til að fara með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum.

11. Drög að samningi við Radíonaust. 
Samningurinn samþykktur.

12. Önnur mál. 
Engin.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 19:50