Sveitarstjórn

19.04.2004 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 70

Mánudaginn 19. apríl 2004 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps.  Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. 

Gjörðir fundarins voru þessar:

1) Stefán Skaftason kom á fundinn.
Einnig mættu Þórarinn Pétursson og Ásta Flosadóttir undir þessum lið, en gera þarf landbótaáætlun fyrir afrétt Grýtubakkahrepps.  Stefán skýrði frá aðgerðum sem ráðast verður í á afrétti til að hann standist kröfur í landnýtingarþætti gæðastýringar í sauðfjárrækt.  Fyrir liggur að gera þarf landbótaráætlun, byggða á úttekt á afrétti, sem gerð var sl. sumar.  Einnig kom fram að gera þarf frekari úttekt á Þorgeirsfirði og Keflavík.  Stefán skýrði frá hverjir koma að gerð slíkra áætlana og hvernig skuli að þeim staðið.  Samþykkt að hefja undirbúningsvinnu varðandi þá þætti sem til þarf til að afréttur standist kröfur gæðastýringar.  Samþykkt að leita eftir því við Stefán Skaftason hann leiði undirbúningsvinnu varðandi uppgræðslumál og jafnframt að leita eftir tillögum Gróðurverndarnefndar Eyjafjarðar varðandi beitarálag og upprekstraráætlun.

2) Fundargerðir skólanefndar Grenivíkurskóla frá 13. og 14. apríl sl.  Fundargerðirnar lagðar fram og samþykktar.

3) Ráðning skólastjóra Grenivíkurskóla. 
Rætt um ráðningu skólastjóra, en afgreiðslu frestað.

4) Ráðning húsvarðar við Grenivíkurskóla. 
Skólanefnd mælti með Ármanni Einarssyni í stöðu húsvarðar og Þorsteini Þormóðssyni til vara.  Samþykkt að ganga til samninga við Ármann Einarsson.

5) Tilnefning tveggja stjórnarmanna og tveggja til vara í Sparisjóð Höfðhverfinga. 
Samþykkt að tilnefna Ara Laxdal og Jón Þorsteinsson sem aðalmenn í stjórn Sparisjóðs Höfðhverfinga og Svein Sigurbjörnsson og Sólveigu Jónsdóttur til vara.  Jón Helgi vék af fundi meðan þessi liður var ræddur.

6) Erindi frá Strýtunefnd.
Fyrirhugað er að setja upp skilti um hverastrýturnar út af Ystuvík við Grenivíkurveg nærri gatnamótum Víkurskarðs.  Samþykkt að hálfu sveitarstjórnar.

7) Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra
a) Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Norðurl. eystra frá 8. mars og 5. apríl sl.
b) Ársreikningur 2003.
c) Annað, þ.e. bréfaskriftir við umhverfisráðuneytið.
Lagt fram og ársreikningur samþykktur að hálfu sveitarstjórnar.

8) Erindi frá Nonnahúsi ódagsett. 
Er verið að biðja um styrk til að gefa öllum 9 og 10 ára börnum á Eyjafjarðarsvæðinu Nonna og Manna bók.  Samþykkt að styrkja átakið um kr. 5.000- háð því að börnin í sveitarfélaginu fái afhentar bækur.

9) Bréf frá Framkvæmdanefnd búvörusamninga dags. 11. mars 2004. 
Er verið að tilkynna um að Framkvæmdanefnd búvörusamnings greiðir sveitarfélögunum kr. 1.000,- í þóknun vegna hverrar gæðahandbókar sem búfjáreftirlitsmaður yfirfer.  Lagt fram.

10) Bréf frá Fornleifastofnun Norðurlands dags. 17. mars 2004. 
Bréfið er vegna fornleifaskráningar í Grýtubakkahreppi.  Lagt fram.

11) Bréf frá Héraðsnefnd Eyjafjarðar dags. 1. apríl 2004.
Með bréfinu er fundargerð Veganefndar frá 30. mars sl.  Lagt fram.

12) Skýrsla PRICEWATERHOUSECOOPERS um brunamál og mengunarvarnir á Eyjafjarðarsvæðinu. 
Skýrslan lögð fram og samþykkt að sækja um 3 m.kr. styrk til Brunamálastofnunar vegna mengunarvarnarbúnaðar, ásamt 4 öðrum sveitarfélögum.

13) Bréf frá Akureyrarbæ dags. 14. apríl 2004, varðandi samning um öldrunarmál.
Lagt fram en afgreiðslu frestað.

14) Bréf frá ÍSÍ dags. 31. mars 2004, varðandi átakið Ísland á iði. 
Lagt fram og ákveðið að kynna átakið á heimasíðu sveitarfélagsins.

15) Sparkvöllur. 
Lagt fram bréf frá KSÍ þar sem kynnt er verkefni varðandi gerð sparkvalla.  Samþykkt að sækja um þátttöku í sparkvallaátaki KSÍ, miðað við að framkvæmt verði árið 2005.

16) Reiðleiðir. 
Samþykkt að heimila reiðleið austan í Þengilhöfða, með fyrirvara um að sveitarstjórn samþykki endanlega staðsetningu reiðvegarins, sem og frágang hans.  Jafnframt samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna tillögur að staðsetningu vegarins í samvinnu við Hestamannafélagið Þráinn.

17) Ársreikningur Grýtubakkahrepps 2003, fyrri umræða.  
Umræðum og afgreiðslu frestað.

18) Önnur mál.
Sveitarstjóra falið framseljanlegt umboð til að fara með atkvæði Grýtubakkahrepps á aðalfundi Sparisjóðs Höfðhverfinga, sem haldinn verður í samkomusal Grenivíkurskóla þann 28. apríl nk.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 20:15.