Sveitarstjórn

15.03.2004 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 68

Mánudaginn 15. mars 2004 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps.  Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra að Benedikt Sveinssyni frátöldum, en hann boðaði forföll á síðustu stundu og ekki náðist að boða varamann.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Grunnskólaþing sveitarfélaga.

Er verið að tilkynna um grunnskólaþing 26.  mars nk.  Lagt fram.

2. Öldrunarmál. 
Lögð fram tillaga að kostnaðarskiptingu milli sveitarfélaga vegna öldrunarþjónustu á Akureyri.  Sveitarstjórn samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti.

3. Minnispunktar frá fundi sveitarstjóra 3. mars sl. með fulltrúum nágrannasveitarfélaga. 
Á fundinum var m.a. rætt um sameiningu sveitarfélaga, sameiginleg verkefni ríkis og sveitarfélaga, jöfnunarsjóð sveitarfélaga og öldrunarmál.  Lagt fram.

4. Bréf frá Krossgötum frá 4. mars sl. 
Er verið að leita eftir styrk til að stækka endurhæfingaheimili þeirra.  Erindinu hafnað.

5. Bréf frá stýrihópi um athugun á áhrifum sameiningar sveitarfélaga við Eyjafjörð, ódagsett. 
Með bréfinu er verið að bjóða sveitarstjórnum við Eyjafjörð að taka þátt í athugun á áhrifum af sameiningu allra sveitarfélaga við Eyjafjörð.  Samþykkt að tilnefna sveitarstjóra sem fulltrúa í stýrihóp vegna verkefnisins og Þórð Stefánsson til vara.

6. Bréf frá Hreini Böðvari Gunnarssyni dags. 1. mars 2004.
Í bréfinu er Böðvar að fara fram á uppkaup á húsum sínum í Hvammi í Grýtubakkahreppi þar sem snjóflóð féll rétt fyrir ofan bæinn um miðjan janúar s.l.  Samþykkt að óska eftir bráðabirgðaáhættumati frá Veðurstofu Íslands.

7. Bréf frá SUNN dags. 24. febrúar 2004. 
Í bréfinu er umsögn um þingsályktunartillögu um náttúruverndaráætlun sem lögð var fram á Alþingi.  Lagt fram.

8. Bréf frá Sveinlaugu Friðriksdóttur og Stefáni H. Gunnarssyni frá 8. mars sl. Þau eru að sækja um að byggja hús að Lækjarvöllum 14 á Grenivík.  Meðfylgjandi eru teikningar af húsinu.  Erindið samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu.

9. Hreppsfundur. 
Samþykkt að halda íbúaþing í stað hreppsfundar.  Rætt um fyrirkomulag þess, en það verður fimmtudaginn 15. apríl nk.  Samþykkt að bjóða félagasamtökum í sveitarfélaginu að kynna starfsemi sína á þinginu.

10. Reiðvegir. 
Lagðir fram minnispunktar frá Landslagi ehf. varðandi reiðleiðir suður með Þengilhöfða sunnan Grenivíkur.  Samþykkt að stefna að fundi með aðilum frá Hestamannafélaginu Þráni og Landssambandi hestamanna.

11. Bréf frá Jóhannesi B. Björnssyni dags. 1. mars 2004.
Er bréfið skrifað fyrir hönd Trésmíðaverkstæðis Sveins Heiðars ehf. vegna samnings um uppbyggingu við Lækjarvelli á Grenivík.  Samþykkt að fela lögfræðingi sveitafélagsins, Helga Teiti Helgasyni, að svara bréfinu fyrir hönd sveitarfélagsins.

12. Starfsmannamál. 
Farið yfir starfsmannamál hjá Grýtubakkahreppi.

13. Ársskýrsla leikskólans Krummafótar 2002-2003. 
Lagt fram.  Sveitarstjórn lýsir ánægju sinni með skýrsluna, sem hún telur afar gott framtak.

14. Afskriftir. 
Samþykkt að afskrifa skuld á Jarðverk ehf. á Dalvík að upphæð kr. 30.627-, sem til er komin vegna leigu á tækjum hjá Grýtubakkahreppi.  Fyrirtækið er gjaldþrota.

15. Bókhaldsmat. 
Samþykkt að gera Vatnsveitu Grýtubakkahrepps og Fráveitu Grýtubakkahrepps að einu fyrirtæki frá ársbyrjun 2003. 

16. Önnur mál.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 19:10.