Sveitarstjórn

16.02.2004 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 66

Mánudaginn 16. febrúar 2004 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps.  Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Fundargerð skólanefndar Grenivíkurskóla frá 11. febrúar 2004.  Fundargerðin samþykkt.

2. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 10. febrúar 2004. 
Í bréfinu er verið að tilkynna um grunnskólaþing sveitarfélaga 26. mars nk.  Lagt fram.

3. Skýrsla frá Vinnueftirlitinu vegna slökkvistöðvar. 
Sveitarstjóra falið að fylgja eftir úrbótum vegna athugasemda er fram koma í skýrslunni.

4. Skýrsla frá Vinnueftirlitinu vegna áhaldahúss. 
Sveitarstjóra falið að fylgja eftir úrbótum vegna athugasemda er fram koma í skýrslunni.

5. Bréf frá Sveinlaugu Friðriksdóttur dags. 9. febrúar 2004. 
Hún er að sækja um viðbótarlán vegna byggingar að Lækjarvöllum 14 á Grenivík.  Samþykkt að veita viðbótarlán að hámarki kr. 3.325.000-.

6. Bréf frá heilbrigðisráðuneytinu dags. 2. febrúar 2004. 
Er verið að tilkynna um að Grenilundur hefur fengið eitt hjúkrunarrými til hvíldarinnlagna.  Lagt fram.

7. Þingsályktunartillaga um náttúruverndaráætlun 2004-2008. 
Í tillögunni er gert ráð fyrir friðlýsingu svæðis frá Látraströnd til Náttfaravíkur, frá sjó við Hjalla norðan Grenivíkur, í Grenivíkurfjall og beint austur í Þjófadal.  Um Grjótskálarhnjúk suður í Skessuhrygg og þaðan í austur í Austurfjall og þá norðaustur í Skessuskálarfjall og til sjávar í Hellisvík.  Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps treystir sér ekki til að taka afstöðu til þingsályktunartillögunnar, fyrr en fyrir liggur hvað felst í friðlýsingu svæðisins.

8. Fundargerðir Eyþings, tvær frá 26. janúar og ein frá 5. febrúar 2004. 
Lagt fram.

9. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra frá 20. janúar 2004. 
Lagt fram.

10. Bréf frá Umhverfisstofnun dags. 29. janúar 2004. 
Í bréfinu er verið að skýra endurgreiðsluhlutfall refa- og minkveiða, en hlutfallið var lækkað úr 50% í 30%.  Ástæða breytinganna er sögð að fjárveitingar frá Alþingi dugi ekki fyrir 50% endurgreiðsluhlutfalli.  Lagt fram.

11. Bréf frá Siglingastofnun dags. 17. janúar 2004. 
Er verið að tilkynna að á fjárlögum er kr. 1.000.000,- til frágangs á grjótnámum.  Hlutur sveitarfélagsins í framkvæmdunum er áætlaður 0,1 m.kr.  Sveitarstjórn samþykkir þá fjárveitingu og verður fé til verksins tekið af óráðstöfuðu skv. fjárhagsáætlun.

12. Starfslýsing húsvarðar. 
Farið yfir hugsanlegar breytingar á húsvarðarstarfi.  Sveitarstjóri lagði fram þrjár tillögur varðandi starfssvið húsvarðar og var sveitarstjóra falið að útfæra eina þeirra nánar.

13. Gjaldskrármál Grýtubakkahrepps. 
Samþykkt að leigugjald leiguíbúða hjá Grýtubakkahreppi hækki um 5% 1. júní 2004 og 5% 1. september 2004.  Farið yfir gjaldskrá vegna vigtunar og breytingar á henni samþykktar (munu sjást á heimasíðu www.grenivik.is).

14. Holræsi í Lund. 
Samþykkt var að gefa húseiganda kost á að tengja sig við fráveitu með tengingu við brunn sem staðsettur yrði við Lundsbraut.  Húseigandi beri kostnað við gerð lagnar frá brunni að húsi.  Gegn þessu fær húseigandi niðufelld holræsagjöld næstu 5 árin.

15. Bréf frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar, áður tekið fyrir á fundi 5. janúar sl.  Samþykkt að beina því til B.E. að það beini erindi sínu til Héraðsnefndar.

16. Bréf frá Sænesi ehf. dags. 12.02.2004.
Sænes fer fram á að fá að byggja gistiheimili að Miðgörðum 2, Grenivík samkv. meðfylgjandi teikningum dags. 28.01.04 frá AVH.  Sveitarstjórn samþykkir beiðnina fyrir sitt leyti og vísar teikningunum í grenndarkynningu.  Jón og Benedikt viku af fundi undir þessum lið.

17. Önnur mál.
Engin.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 19:05.