Sveitarstjórn

19.01.2004 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 64

Mánudaginn 19. janúar 2004 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkarhepps. Allri hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Fundargerð byggingarnefndar Eyjafjarðar frá 16. des. sl. 
Lagt fram.

2. Fundargerð félagsmálanefndar Grýtubakkahrepps frá 25. nóv. sl. 
Fundargerðin samþykkt.

3. Fundargerð stjórnar Eyþings frá 19. des. sl. 
Lagt fram.

4. Bréf frá Sambandi íslenskra sparisjóða dags. 8. janúar 2004.
Í bréfinu er verið að lýsa áhyggjum með stöðu sparisjóðanna í landinu vegna áformaðra kaupa KB banka á SPRON.  Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu sparisjóðanna m.t.t. áformaðra kaupa KB banka á SPRON.  Í Grýtubakkahreppi, líkt og í fjölda annarra sveitarfélaga um landið, er starfræktur sparisjóður og hefur hann verið hornsteinn í uppbyggingu byggðarlagsins og stuðlað að margvíslegum framkvæmdum og framförum á öllum sviðum mannlífsins.  Sparisjóðirnir hafa tryggt íbúum og fyrirtækjum á starfssvæðum sínum greiðan aðgang að lánsfé. Bankarnir hafa að jafnaði ekki verið reiðubúnir að bjóða sambærileg kjör.  Tilvera og sjálfstæði sparisjóða er eitt stærsta byggðamál okkar tíma og skorar sveitarstjórn á ríkisstjórn og alþingi til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að treysta tilverugrundvöll sparisjóða, sem sjálfstæðra fjármálastofnana.

5. Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga dags. 7. janúar 2004.
Er verið að minna á umsóknarfrest vegna lánsumsókna 2004 í Lánasjóð sveitarfélaga.  Samþykkt að sækja um 13 m.kr. lán frá Lánasjóði sveitarfélaga.

6. Erindi frá Hreini Skúla Erhardssyni. 
Lögð fram teikning að íbúðarhúsi sem hann hyggst reisa að Lækjarvöllum 11.  Sveitarstjórn samþykkir framlagðar teikningar með fyrirvara um grenndarkynningu.

7. Landbótaáætlun á Leirdalsheiði.  
Landgræðsla ríkisins gerir tillögu um að gerð verði landbótaáætlun fyrir afrétt Grýtubakkahrepps sem tekur á eftirfarandi þáttum:
* Ráðist verði í uppgræðsluverkefni á melum og rofjöðrum suður heiðina, frá Illagili og a.m.k. allt að Nautagrænum.
* Fylgjast þarf vel með því að beitarálag á afréttinn sé sem jafnast.
* Sveitarstjórn eða annar til þess bær aðili ákveði upprekstrartíma á afréttinn á hverju vori í samráði við Landgræðslu ríkisins.
Málið rætt en afgreiðslu frestað.

8. Gjaldskrá fyrir sorphirðu í Grýtubakkahreppi. 
Seinni umræða.  Fyrirliggjandi gjaldskrá samþykkt.

9. Bréf frá "Ég er húsið mitt" dags. 14.01.04. 
Er verið að biðja um kr. 6.000,- styrk til forvarna fyrir yngstu aldurshópana.  Samþykkt.

10. Bréf frá Golfklúbbnum Hvammi dags. 12.12.2003. 
Er verið að sækja um land umdir golfvöll úr landi Hvamms. Einnig er verið að óska eftir að Grýtubakkahreppur kaupi land neðan vegar á Jarlsstöðum.  Auk þess er verið að fara fram á að ristarhlið verði  fært að landamerkjum Hvamms og Bárðartjarnar. Samþykkt að leigja Golfklúbbnum hluta úr Hvammslandi samkv. nánara samkomulagi þar um.  Enn fremur er sveitarstjóra falið að athuga um kaup á hluta úr landi Jarlsstaða.  Færsla á ristarhliði verður skoðuð í framhaldi málsins.  Þórður og Jón Helgi viku af fundi undir þessum lið.

11. Þriggja ára áætlun Grýtubakkahrepps. 
Fyrri umræðu lokið.

12. Önnur mál.
Engin.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 18:55.