Sveitarstjórn

05.01.2004 00:00

Hreppsnefndarfundur nr.63

Mánudaginn 5. janúar 2004 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps.  Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1) Fundargerð byggingarnefndar Grenivíkurskóla frá 15. des. sl. 
Fundargerðin samþykkt.

2) Fundargerð byggingarnefndar Eyjafjarðar frá 16. des. sl.
Í lið 2 sækir Sænes ehf. um leyfi til að setja nýjan inngang á suð-vesturstafn efri hæðar að Hafnargötu 1 á Grenivík.  Lagt fram og liður 2 samþykktur.

3) Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra frá 8. des. sl.  Lagt fram.

4) Bréf frá Sýslumanninum á Akureyri dags. 10. des. 2003.
Beðið er  um umsögn um leyfi fyrir rekstri veisluþjónustu og gistiheimilis að Miðgörðum, Grenivík.  Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.  Jón Helgi vék af fundi meðan þessi liður var ræddur.

5) Bréf frá Vegagerðinni dags. 8. des. 2003. 
Er verið að tilkynna um að leyfi fáist fyrir Hestamannafélagið Þráinn til að taka rauðamöl á reiðvegi meðfram Grenivíkurvegi.  Lagt fram.

6) Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 4. des. sl. varðandi Staðardagskrá 21. 
Er verið að bjóða sveitarfélögum með færri íbúa en 500 aðstoð við gerð Staðardagskrár 21.  Lagt fram.

7) Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 3. des. sl. varðandi ný reikningsskil.
Sambandið er að leita eftir ábendingum um þau atriði sem rétt væri að laga varðandi ný reikningsskil.  Sveitarstjórn telur ný reikningsskil vera fremur til bóta þar sem  þau gefa gleggri mynd af rekstrinum, þó svo að afleiðingar þeirra hafi verið aukin vinna við bókhald og stóraukinn kostnaður við endurskoðun.

8) Úttekt Brunamálastofnunar á slökkviliði Grýtubakkahrepps dags. 2. des. 2003.
Útektin var gerð 23. júni sl og er ástand og búnaður slökkviliðs talið ágætt.  Lagt fram.

9) Bréf frá Íbúðalánasjóði ódagsett. 
Er verið að tilkynna um lánsheimild til viðbótalána að upphæð kr.10.000.000,- .  Lagt fram.

10) Bréf frá Sjávarútvegsráðuneytinu dags. 2. des. 2003.
Bréfið er svarbréf við mótmælum sveitarstjórnar Grýtubakkahrepps við því að ekki sé úthlutað minna en 0,5 þorskígildalestum af byggðakvóta á hvern bát.  Lagt fram.

11) Bréf frá Hreini Skúla Erhardssyni dags. 28. nóv. 2003. Smb. síðustu fundargerð. 
Sveitarstjórn lýsir sig ekki reiðubúna til að samþykkja húsagerð við Lækjarvelli, aðra en húsnæði á einni hæð.  Sveitarstjórn er aftur á móti reiðubúin til að láta kanna ástand þeirra lóða sem í boði eru á Grenivík, m.t.t. jarðvegsskipta.

12) Fundargerð stjórnar Eyþings frá 20. nóv. sl. 
Lagt fram.

13) Reglur barnaverndarnefndar Eyjafjarðar samþykktar 14. okt. 2003.  Samþykkt að vísa reglunum til umsagnar félagsmálanefndar.

14) Bréf frá Landmælingum Íslands dags. 28. nóv. 2003.
Er verið að fara fram á aðstoð við endurmælingu á grunnstöðvarneti Landmælinga Íslands sem fram á að fara 2004.  Samþykkt að bjóða fram aðstoð í kjölfar nánari skilgreiningar á verkefninu varðandi sveitarfélagið.

15) Bréf frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar dags. 24. nóv. 2003. 
Er verið að leita eftir afstöðu sveitarfélagsins til að taka þátt í kaupum á GPS- tæki o.fl.  Samþykkt að leita eftir afstöðu annarra er málið varðar.  Afgreiðslu frestað.

16) Álagning fasteignagjalda í Grýtubakkahreppi 2004. 
Álagning fasteignagjalda var ákveðin sem hér segir:
Fasteignaskattur A (afsl. samkv. reglum)  0,36%
Fasteignaskattur B      1,50%
Vatnsskattur       0,25%
Lóðarleiga af fasteignamati lóðar    1,00%
Holræsagjald af fasteignamati húss og lóðar  0,20%

Sorphirðugjald:
Íbúðir á Grenivík    kr. 11.250-
Sveitaheimili     kr.   7.500-
Sumarbústaðir á Grenivík   kr.   7.500-
Sumarbústaðir utan Grenivíkur  kr.   3.750-

Hreppsnefnd er heimilt að veita afslátt ef tveir eða færri eru í heimili.
Sorphirðugjald fyrirtækja (þ.m.t.sveitabýla)
Flokkur 1     kr.   7.500-
Flokkur 2     kr. 11.250-
Flokkur 3     kr. 20.000-
Flokkur 4     kr. 35.000-
Flokkur 5     kr. 70.000-
Hreppsnefnd skipar fyrirtækjum í flokka eftir stærð fyrirtækis og magni sorps.

17) Til kynningar:
(a) Námskeið um stjórnsýslureglur við meðferð mála hjá sveitarfélögum.

18) Fjárhagsáætlun Grýtubakkahrepps 2004.  Seinni umræða.
Skatttekjur     þús kr. 110.799
Rekstrargj. m. afskr.      -    -    106.191
Afskriftir       -    -      14.081
Eignabreytingar      -    -      31.137
Tekin lán       -    -      13.000
Handbært fé í árslok      -     -       3.052
Fjárhagsáætlunin samþykkt.

19) Önnur mál.
Engin.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 21:00.
Jón Helgi Pétursson, fundarritari