Sveitarstjórn

03.11.2003 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 59

Mánudaginn 3. nóvember 2003 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps.  Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Sameining sveitarfélaga.
 
Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi bókun:  Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps lýsir áhyggjum sínum með væntanlegt átak um sameiningu sveitarfélaga, sem boðað er af Sambandi íslenskra sveitarfélaga og félagsmálaráðuneytinu.  Sveitarstjórnin leggur ríka áherslu á að íbúar hvers sveitarfélags geti hafnað eða samþykkt sameininguna fyrir sitt leyti.

2. Hitaveita í Grýtubakkahreppi.
Eftirtaldir voru skipaðir í samstarfsnefnd með Norðurorku:  Þórður Stefánsson og Jón Helgi Pétursson.  Sveitarstjórn leggur áherslu á að skoðaður verði ítarlega sá möguleiki að hitaveita nái til heimila jafnt í dreifbýli, sem þéttbýli.

3. Byggingarframkvæmdir við Lækjarvelli. 
Fram hafa komið tillögur frá Trésmíðaverkstæði Sveins Heiðars efh., dags. 03/11/2003, varðandi samning um byggingu tveggja íbúða við Lækjarvelli.  Sveitarstjóra falið að vinna í málinu í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins.

4. Fundargerðir stjórnar Eyþings frá 26. sept. og 30. okt. sl. 
Lagt fram.

5. Eineltismál.
a. Bréf frá skólastjóra og kennurum Grenivíkurskóla dags. 20. október 2003.
b. Eineltisáætlun Grenivíkurskóla.
c. Könnun á einelti í Grenivíkurskóla.
Sveitarstjórn lýsir ánægju sinni með hve skjótt hefur verið brugðist við í þessum málum og hvetur til þess að unnið verði eftir þeim drögum að viðbragðsáætlunum sem fram hafa verið lögð.

6. Bréf frá Guðfinnu Steingrímsdóttur dags. 20.10.2003. 
Guðfinna fer fram á akstursstyrk en hún er kennari í Grenivíkurskóla.  Sveitarstjórn hafnar erindinu, þar sem ekki hefur tíðkast að greiða akstursstyrk vegna ferða til og frá vinnustað.

7. Fundargerð bókasafnsnefndar frá 11. okt. 2003. 
Fundargerðin samþykkt.

8. Fundargerð byggingarnefndar Grenivíkurskóla frá 21. okt. 2003.  Fundargerðin samþykkt.

9. Fundargerð byggingarnefndar Eyjafjarðar frá 21. okt. sl. 
Fundargerðin lögð fram og liður 1 samþykktur, þar sem Sveini Jóhannessyni, Hóli Grýtubakkahreppi, er heimilað að rífa gamalt íbúðarhús og kartöflugeymslu.

10. Gögn frá Héraðsnefnd Eyjafjarðar.
a. Fundargerð héraðsráðs Eyjafjarðar frá 15. okt. 2003.
  Lagt fram.
b. Safnamál í Eyjafirði.  Lagt fram.

11. Bréf frá Umhverfisstofnun, ódagsett. 
Er verið að boða til fundar 7. - 8. nóv. nk.  Lagt fram.

12. Bréf frá Vigni Stefánssyni dags. 23.10.2003. 
Hann sækir um styrk til uppihalds á minkahundum að upphæð kr. 30.000,-.  Erindið samþykkt enda hefur slíkur styrkur verið veittur undanfarin ár.

13. Minnispunktar frá sveitarstjóra. 
Rætt var um viðbyggingu við skóla og íþróttahús, friðun skagans milli Skjálfanda og Eyjafjarðar, vinnuáætlun vegna fjárhagsáætlunar og möguleika á hitaveitu í Grýtubakkahreppi.

14. Lóð Lækjarvöllum 7. 
Samþykkt úthlutun lóðar að Lækjarvöllum 7 fyrir bráðabirgðahús fyrir leikskóla.

15. Önnur mál.

Fundargerð lesin upp og samþykkt. 
Fundi slitið kl. 19:15.