Sveitarstjórn

15.09.2003 00:00

Hreppsnefndarfundur nr.56

Mánudaginn 15. september 2003 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps.  Allir hreppsnefndarmenn mættir nema Jóhann Ingólfsson en í hans stað sat Fjóla Stefánsdóttir fundinn.  Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Gjörðir fundarins voru þessar:

(1) Búfjáreftirlit.
     a) Samningur um búfjáreftirlit á svæði 18.
     b) Fundargerð stjórnar búfjáreftirlits á svæði 18.
         Lagt fram.

(2) Fundargerð Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra frá 8. sept. sl. 
      Lagt fram.

(3) Drög að gjaldskrá fyrir mötuneyti Grenivíkurskóla.  
      Lögð fram drög að gjaldskrá fyrir mötuneyti frá skólastjóra.  Drögin samþykkt.

(4) Beiðni um námsdvöl fyrir Lilju Sólveigu Kro í Hagaskóla í Reykjavík.  
     Samþykkt.  Sveitarstjóri vék af fundi meðan þessi liður var ræddur.

(5) Drög að reglum fyrir skólavistun í Grenivíkurskóla. 
     Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög frá skólastjóra, en telur að skýra þurfi
     nánar lengd fyrirvara um breytingar í 7. tl.

(6) Bréf frá Hafsteini Sigfússyni dags. 1. sept. 2003. 
     Hafsteinn er að sækja um styrk kr. 32.000,- á mán. vegna flutningsþjónustu. 
     Samþykkt, enda hefur slíkur styrku verið veittur undanfarin ár til að viðhalda 
    daglegri flutningsþjónustu.

(7) Bréf frá félagsmálaráðuneytinu dags. 27. ágúst sl. 
    
Er verið að minna á að árið 2003 er tileinkað málefnum fatlaðra.  Lagt fram.

(8) Bréf frá Fiskey dags. 26. ágúst sl. 
     
Er verið að greina frá stöðu félagsins.  Lagt fram.

(9) Bréf frá Fornleifanefnd ríkisins dags. 14. júlí 2003. 
      
Lagt fram.

(10) Til kynningar:
       a) Fjármálaráðstefna sveitarfélaga.
       b) Fjárlaganefnd Alþingis.
           Lagt fram.

(11) Framhald á lið nr. 16 frá síðasta fundi þar sem tekið var fyrir bréf frá tveimur
       starfsmönnum Grenilundar varðandi launamál.  Fjóla Stefánsdóttir sat fundin og
       gerði grein fyrir hvernig aðstæður hafa verið á Grenilundi á undanförnum
       misserum.  Sveitarstjórn gerir sér fulla grein fyrir að um undirmönnun hafi verið að
       ræða á Grenilundi í sumar.  Samþykkt að fela sveitarstjóra og forstöðumanni
       Grenilundar að kanna hvernig brugðist hafi verið við sambærilegum tilvikum á
       öðrum sambýlum.

(12) Tryggingar Grýtubakkahrepps. 
       
Samþykkt að leita tilboða frá Sjóvá, VÍS, TM og Verði í tryggingar hreppsins.

(13) Afrit af bréfi frá Gerðahreppi. 
      
Gerðahreppur samþykkir að greiða skólagjöld fyrir Unni Lilju Stefánsdóttur  fyrir
       skólaárið 2003-2004 vegna náms hennar við Grenivíkurskóla.  Sveitarstjórn
       samþykkir að Unnur Lilja fái að stunda nám við Grenivíkurskóla að því gefnu að
       það valdi ekki auknum kostnaði fyrir sveitarsjóð varðandi skólaakstur.

(14) Lóð við Grenivíkurkirkju
       Farið yfir tillögu að lóð við Grenivíkurkirkju.  Samþykkt að gera lítilsháttar
       breytingar á tillögunni og beina henni til sóknarnefndar til umsagnar.

(15) ADSL á Grenivík. 
       Lagður fram tölvupóstur frá Jóni Þ. Helgasyni hjá Símanum þar sem fram kemur
       að ekki standi til að bjóða ADSL á Grenivík.  Sveitarstjóra falið að skoða hvaða
       kostir eru í stöðunni varðandi gagnaflutningsmöguleika í sveitarfélaginu.

(16) Byggingarnefnd fyrir skóla, sundlaug og íþróttahús.   
       Samþykkt að skipa eftirtalda aðila í byggingarnefnd:
    * Björn Ingólfsson  skólastjóri
    * Guðný Sverrisdóttir  sveitarstjóri
    * Ingólfur Björnsson  fagaðili í byggingariðnaði
    * Jenný Jóakimsdóttir  sveitarstjórn/skólanefnd
    * Jón Helgi Pétursson  sveitarstjórn/Íþf. Magni
       Til vara:
    * Þórður Stefánsson  sveitarstjórn
    * Friðbjörn Baldursson  húsvörður
       Nefndinni er falið að starfa í samvinnu við starfsfólk skólans og aðra  
       hagsmunaraðila.

(17) Íbúðalánasjóður
       Ákveðið að sækja um heimild til viðbótarlána til Íbúðalánasjóðs að upphæð
       kr. 10.000.000-.  Varðandi lán til byggingar leiguíbúða þá er samþykkt að  
       viðhalda lánsvilyrði fyrir einni íbúð sem þegar hefur fengist.

(18) Önnur mál.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 20:30.