Sveitarstjórn

16.06.2003 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 53

Mánudaginn 16. júni 2003 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar í fundarstofu hreppsins.  Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra.

Gjörðir fundarins vorur þessar:

 

 1. Kosning oddvita og varaoddvita
  Oddviti sveitarstjórnar var kjörinn Þórður Stefánsson, en hann hlaut 4 atkvæði og Jóhann Ingólfsson 1 atkvæði.  Varaoddviti var kjörinn Jóhann Ingólfsson, en hann hlaut 4 atkvæði, og Jenný Jóakimsdóttir 1 atkvæði.

 2. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra frá 12. maí sl.
  Lagt fram.

 3. Bréf frá Umferðarstofu Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá 30.05.2003
  Lagt fram.

 4. Lagðar fram athugasemdir við greinargerð Grýtubakkahrepps frá Guðrúnu Fjólu Helgadóttur vegna álagningar fasteignagjalda í Grýtubakkahreppi dags. 28.05.2003
  Sveitarstjórn telur athugasemdir Guðrúnar ekki eiga við rök að styðjast.

 5. Fundargerð leikskólanefndar frá 21. maí sl.
  Fundargerðin samþykkt.

 6. Fundargerð Eyþings frá 26.05.2003
  Lagt fram.

 7. Bréf frá The Arctic North Norðurland ódagsett
  Lagt fram.

 8. Athugasemdir frá Vinnueftirliti dags. 30.05.2003. vegna áhaldahúss og slökkvistöðvar
  Sveitarstjóra falið að vinna að úrbótum í samvinnu við framkvæmdastjóra Sæness ehf.

 9. Bréf frá Orkustofnun dags. 05.05.2003
  Samþykkt að styrkja gerð jarðfræðikorta af svæðinu um allt að kr. 200.000-, en slík kort nýtast m.a. við jarðhitaleit, efnaleit og skipulagsvinnu. Greiðslan verður tekin af óráðstöfuðu skv. fjárhagsáætlun.

 10. Staða mála varðandi viðgerðir á Ægissíðu 21
  Samþykkt að skipta alfarið um glugga.

 11. Tryggingamál hjá Grýtubakkahreppi
  Samþykkt að bjóða út tryggingar fyrir Grýtubakkahrepp frá og með næstu áramótum.

 12. Heimsókn frá stjórn Íbúðalánasjóðs  18. júní n.k.
  Rætt um málefni sem æskilegt að rædd verði og dagskrá heimsóknarinnar.

 13. Lóð við Lundsbraut 2
  Samþykkt að gerður verði lóðarleigusamningur á grundvelli meðfylgjandi uppdráttar.

 14. Erindi frá Sveinbirni Guðmundssyni samanber síðasta fund
  Erindið rætt en afgreiðslu frestað.

 15. Önnur mál

Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 19:30.