Sveitarstjórn

02.06.2003 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 52

Mánudaginn 2. júní 2003 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar í fundarstofu hreppsins.  Allir hreppsnefndarmenn mættir nema Jenný Jóakimsdóttir, en í hennar stað sat Fjóla Stefánsdóttir fundinn.

Gjörðir fundarins voru þessar:

 1. Bréf frá íbúum Lækjarvalla dags. 3. maí sl. smb. síðasta fund 
  Sveitarstjóri greindi frá því að hún fékk verkfræðing hjá VST til að athuga hvort hægt sé að hækka götuna.  Niðurstaðan er að hæðir séu nokkuð ásættanlegar.

 2. Bréf frá Bókaútgáfunni Hólum ehf. dags. 23.05.2003 
  Beðið er um styrk til að gefa út bókina “Allir geta eitthvað, enginn getur allt”.  Erindinu vísað til skólastjóra Grenivíkurskóla.

 3. Fundargerð byggingarnefndar Eyjafjarðar frá 20. maí sl. 
  2. tl. samþykktur, fundargerðin að öðru leyti lögð fram.

 4. Bréf frá Hjalta Gunnþórssyni frá 21. maí sl. og beiðni um stækkun á lóð
  Hjalti biður um að holræsi frá Lundi verði tengt fráveitukerfi Grenivíkur.  Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið en vísar afgreiðslu þess til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2004.  Varðandi stækkun lóðar samþykkir sveitarstjórn óskir hans sem fram koma á meðfylgjandi uppdrætti.

 5. Breytingar á Ægissíðu 21 
  Lagðar fram tillögur frá AVH varðandi breytingar.

   
 6. Breytingar á skrifstofu
  Fyrir liggja tillögur frá AVH varðandi breytingar. Rætt var um mögulega útfærslu.

 7. Hafsteinn Sigfússon kom á fundinn.  Rætt var um eftirfarandi atriði:
  * skipta þarf grunnskóla í tvö brunahólf, það er eitt á hvorri hæð.
  * koma þarf upp brunahana nær skóla og íþróttahúsi.
  * endurnýja þarf vatnskrana í götum.
  * möguleikar á samstarfi við slökkviliðið á Akureyri, m.a. varðandi fræðslumál.
  * forvarnir í heimahúsum, t.d. í samstarfi við björgunarsveitina og fyrirtæki.

 8. Leiga á Lækjarvöllum 2 og 4
  Sveitarstjóri lagði fram hugmyndir að leiguupphæð fyrir íbúðir sem byggðar verða við Lækjarvelli 2 og 4.  Leiga fyrir minni íbúðina verður kr. 50.000-, og fyrir stærri íbúðina kr. 55.000- á mánuði.  Leigan tekur breytingum skv. vísitölu neysluverðs. Hugmyndirnar samþykktar.

 9. Bréf frá Sveinbirni Guðmundssyni dags. 30. maí 2003
  Sveinbjörn býður Grýtubakkahreppi til kaups jarðirnar Árbæ og Hvamm í Grýtubakkahreppi. Afgreiðslu frestað.

 10. Deiliskipulag við Lækjarvelli
  Um leið og gengið verður frá lóðum austan Lækjarvalla þarf að tengja Gamla skóla og nýtt safnaðarheimili við fráveitu Grenivíkur.  Áætlaður kostnaður kr. 1.000.000,-.  Samþykkt að framkvæma tenginguna.  Fjármagn til verkefnisins verði tekið af óráðstöfuðu skv. fjárhagsáætlun fyrir árið 2003.

 11. Önnur mál
  * Samþykkt að oddviti fari með atkvæði Grýtubakkahrepps á aðalfundi Sæness ehf. þann 12.06.2003.

   

  Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
  Fundi slitið kl. 20:45.