Sveitarstjórn

19.05.2003 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 51

Mánudaginn 19. maí kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar í fundarstofu hreppsins. Allir hreppsnefndar- menn mættir nema Benedikt Sveinsson og Jón Helgi Pétursson, en í stað Benedikts sat Fjóla Stefánsdóttir fundinn, en Jón Helgi boðaði forföll á síðustu stundu. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Gjörðir fundarins voru þessar:

 

 1. Ársreikningur Grýtubakkahrepps 2002, seinni umræða
  Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var jákvæð um 10,4 millj.kr. Seinni umræðu lokið.

 2. Fundargerð byggingarnefndar Eyjafjarðar frá 6. maí sl.
  1. og 2. liður samþykktir, en sveitarstjórn tekur ekki afstöðu varðandi athugasemd við klæðningu í lið nr. 2.

 3. Deiliskipulag við Lækjarvelli
  Engar athugasemdir hafa borist við deiliskipulagið en frestur rann út 8. maí sl. Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagið.

 4. Fundargerð skólanefndar Grenivíkurskóla frá 8. maí sl. Fundargerðin samþykkt.

 5. Fundargerð Héraðsráðs Eyjafjarðar frá 9. apríl sl.
  Fundargerðin lögð fram.

 6. Fundargerðir Sorpeyðingar Eyjafjarðar frá 31. mars og 7. apríl sl.
  Fundargerðirnar lagðar fram.

 7. Búfjáreftirlit í Grýtubakkahreppi 2003
  Lögð fram greinargerð frá Þórarni Péturssyni búfjáreftirlitsmanni í Grýtubakkahreppi vegna búfjáreftirlits 2003.

 8. Bréf frá íbúum við Lækjarvelli dags. 3. maí 2003
  Íbúarnir fara fram á að gatan verði hækkuð í austurhlutanum frá því sem nú er áður en hún verður malbikuð. Sveitarstjóra falið að vinna að málinu.

 9. Aðalfundur AEF 26. maí nk.
  Einnig lögð fram drög að samþykktum fyrir félagið. Sveitarstjóra falið að fara með umboð Grýtubakkahrepps á fundinum.

 10. Aðalfundur HN 21. maí nk.
  Sveitarstjóra falið að fara með umboð Grýtubakkahrepps á fundinum.

 11. Úrvinnslusjóður
  Lagðar fram upplýsingar um nýstofnaðann úrvinnslusjóð.

 12. Umsókn um vínveitingaleyfi fyrir Þjónustuhúsið í Laufási
  Fyrir liggur umsögn heilbrigðisfulltrúa, sýslumanns og slökkviliðsstjóra sem allar eru jákvæðar. Sveitarstjórn samþykkir leyfið.

 13. Bréf frá Fiskey-Fiskeldi Eyjafjarðar hf. frá 13. maí sl.
  Í bréfinu koma fram helstu upplýsingar sem komu fram á aðalfundi félagsins.

 14. Lóð á Sunnuhvoli
  Vísað er til fundargerðar frá 17. mars sl., lið 11 þar sem Anna Pétursdóttir og Kristinn Skúlason eru að sækja um leyfi til að rífa gamla Sunnuhvolshúsið og byggja sumarhús á grunninum. Sveitarstjórn samþykkir að taka af erfðafestulandi undir lóð í Sunnuhvoli smb teikningu frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar frá því í maí 2003.

 15. Málefni iðjuþjálfa
  Sveitarstjóri skýrði frá því að Álfheiður Karlsdóttir, iðjuþjálfi hefur sagt upp störfum hjá Grýtubakkahreppi. Ákveðið að auglýsa starfið.

 16. Bréf frá Hafsteini Sigfússyni, slökkviliðsstjóra frá 16. maí sl.
  Þessum lið er vísað til dagskrárliðar nr.12.

 17. Erindi frá húsverði dags. 16. maí 2003
  Húsvörður fer fram á að fá til afnota sjóðsvél og posa. Einnig gerir hann tillögu um að ekki sé rukkað fyrir tjaldstæði. Húsverði falið að kaupa posa í samráði við sveitarstjóra og áfram verður innheimt fyrir tjaldstæði eins og verið hefur.

 18. Önnur mál

  * Samþykkt að Jenný Jóakimsdóttir fari með umboð Grýtubakkahrepps á aðalfundi Vélsmiðjunnar Víkur sem haldinn verður 28. maí nk.
  * Sveitarstjóra falið að ráða starfskraft til að sjá um þrif í áhaldahúsi Grýtubakkahrepps.
  * Ákveðið að kaupa tvær blómakörfur sem útiskreytingu. Samtals verð kr. 60.000,-.

 

Fundargerðin lesin fyrir og samþykkt. Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið.