Sveitarstjórn

05.05.2003 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 50

Mánudaginn 5. maí 2003 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar í fundarstofu hreppsins.  Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra að Jóhanni Ingólfssyni undanskildum, en Fjóla V. Stefánsdóttir sat fundinn í hans stað.

Gjörðir fundarins voru þessar:

 

 1. Ársreikningur Grýtubakkahrepps 2002, fyrri umræða
  Fyrri umræðu lokið.

 2. Sorpeyðing í Eyjafirði smb. síðasta fund 
  Sveitarstjóra falið að svara erindinu.

 3. Erindi frá fjölskyldu Jóns Óskarssonar 
  Að fengnu áliti lögfræðings sveitarfélagsins, telur sveitarstjórn sig skorta lagaheimildir til að verða við beiðninni og er henni því hafnað.

 4. Kaupsamningur vegna Kolgerðis í Grýtubakkahreppi 
  Laður fram kaupsamningur milli dánarbús Jóns Óskarssonar kt. 230139-3699 annars vegar og Guðbergs Egils Eyjólfssonar kt. 271171-4639 og Birnu Kristínar Friðriksdóttur kt. 080369-3959 hins vegar. Sveitarstjórn samþykkir að neyta ekki forkaupsréttar.

 5. Ályktun frá 63. fulltrúaráðsfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga 
  Umræðu frestað.

 6. Ástandsskoðun á Ægissíðu 21
  Haukur Haraldsson hjá AVH hefur gert ástandsskoðun á Ægissíðu 21. Farið yfir fyrirliggjandi gögn.

 7. Tillaga að breytingum á skrifstofu Grýtubakkahrepps 
  Lögð fram tillaga að breytingum á skrifstofu gerð af Hauki Haraldssyni hjá AVH.

 8. Minnispunktar vegna vettvangsferðar hreppsnefndar þann 15.10.2002 
  Rætt um mögulega framvindu einstakra verkefna.

 9. Fundargerð hreppsfundar þann 15.04.2002 
  Lögð fram.

 10. Samningar við Trésmíðaverkstæði Sveins Heiðars 
  Lagður fram undirritaður samningur við Trésmíðaverkstæði Sveins Heiðars ehf., sbr. samþykkt á síðasta fundi.  Jafnframt er samþykkt að úthluta TSH ehf. lóðum við Lækjarvelli 2 og 4, háð samþykki á deiliskipulagi.

 11. Ný skólastofa í Grenivíkurskóla 
  Samþykkt að flytja bókasafn í miðrými og útbúa kennslustofur þar sem bókasafn er nú.

 12. Önnur mál

 

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið kl. 20:40.