Sveitarstjórn

14.04.2003 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 48.

Mánudaginn 14. apríl 2003 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar í fundarstofu hreppsins.  Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra að Benedikt Sveinssyni frátöldum og kom Fjóla Stefánsdóttir í hans stað.

Gjörðir fundarins voru þessar:

 1. Ársreikningur Grýtubakkahrepps 2002, fyrri umræða
  Þorsteinn Þorsteinsson, endurskoðandi, kynnti drög að ársreikningi.  Fyrri umræðu um reikninginn frestað.

 2. Drög að samningi við iðjuþjálfa
  Fyrirliggjandi drög að starfssamningi samþykkt.

 3. Málefni iðjuþjálfa 
  Lagðar fram greinargerðir um starf iðjuþjálfa í Grýtubakkahreppi frá starfandi iðjuþjálfa, leikskólastjóra, skólastjóra Grenivíkurskóla og forstöðumanni Grenilundar.  Samþykkt að halda stöðu iðjuþjálfa hjá Grýtubakkahreppi áfram.  Sveitarstjóra falið að ræða við Álfheiði Karsldóttur varðandi áhuga hennar á að halda áfram starfi sínu hjá sveitarfélaginu.

 4. Bréf frá Ragnheiði Maríu Harðardóttur, smb. síðustu fundargerð
  Samþykkt að bjóða Ragnheiði 3 launaflokka hækkun.  Þórður vék að fundi meðan þessi liður var ræddur.

 5. Bréf frá Nönnu Kr. Jóhannsdóttur, smb. síðustu fundargerð
  Vísað er til síðustu fundargerðar hreppsnefndar lið 16.  Þriðji íbúi fluttist með lögheimili að Miðgörðum 8, Grenivík 27. nóv sl. , vegna þess að á þeim tíma gat Grýtubakkahreppur ekki útvegað viðkomandi íbúð fyrr en 1 mánuði síðar.  Hreppsnefnd telur óeðlilegt að slíkt tilfelli komi niður á eiganda Miðgarða 8 og fellst því á erindið.

 6. Bréf frá Júlíusi Jóakimssyni, smb. síðustu fundargerð
  Samkvæmt núgildandi reglum Grýtubakkahrepps er ekki veittur afsláttur af fasteignagjöldum til öryrkja.  Aftur á móti stendur nú yfir skoðun á þeim málum og ef ákvörðun verður sú að veita öryrkjum afslátt mun Júlíus njóta þess í samræmi við þær reglur er settar yrðu þar um.

 7. Samningur við Svein Heiðar 
  Farið yfir drög að samningi við Trésmíðaverkstæði Sveins Heiðars ehf.  Nokkrar athugasemdir voru gerðar og sveitarstjóra falið að ganga frá endanlegum samningi í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins.

 8. Skólavistun skólaárið 2003-2004
  Sveitarstjóra falið að vinna að málinu

 9. Fundargerðir héraðsráðs Eyjafjarðar frá 19. mars 2003 og 8. janúar 2003
  Lagt fram.

 10. Bréf frá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur dags. 31. mars 2003 
  Í bréfinu kemur fram að nemendur með lögheimili í öðrum sveitarfélögum verði áfram teknir inn í tónlistarskóla í Reykjavík, ef heimasveitarfélagið ábyrgist greiðslu þess kostnaðar sem hlýst af veru nemandans í skólanum umfram skólagjöld.  Lagt fram.

 11. Forkönnun á vilja sveitarfélaga til samstarfs vegna nýrrar atvinnuskapandi starfsemi í ferðaþjónustu 
  Lagt fram.

 12. Málefni Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar
  Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps er tilbúin til áframhaldandi þátttöku í AFE en frestar ákvörðun um þátttöku hvað varðar ferðamál, skv. tillögum stjórnar AFE.

 13. Bréf frá Stefáni Kristjánssyni dags. 2. apríl 2003 
  Bréfið er skrifað vegna þess að dýralæknir skoðaði gripi í Kolgerði, en Stefán hefur fóðrað þá síðan Jón lést. Hann spyr hver hafi óskað eftir því við ásetningsmann að slík úttekt hafi farið fram.  Sveitarstjóra falið að svara bréfinu.

 14. Vefsíðugerð 
  Sveitarstjóri hefur haft samband við Athygli og Örkina vegna vefsíðugerðar og hafa komið óformleg tilboð frá þeim.  Afgreiðslu frestað.

 15. Önnur mál
  Samþykkt að sveitarstjóri fari með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundi Sparisjóðs Höfðhverfinga fyrir árið 2002 þann 23. apríl 2003, henni er jafnframt heimilt að framselja umboðið til Jennýjar Jóakimsdóttur.

 

Fleira var ekki tekið fyrir,fundargerð lesin upp og samþykkt, fundi slitið kl. 21:00.