Sveitarstjórn

17.03.2003 00:00

Hreppsnefndarfundur nr.46

Mánudaginn 17. mars kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar í fundarstofu hreppsins.  Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra.

Gjörðir fundarins voru þessar:

 1. Fundargerð leikskólanefndar frá 11. mars 2003 
  Í fundargerðinni gefur skólanefnd umsögn sína um hvort hækka skuli leikskólagjöld í samræmi við gjaldskrárhækkun Akureyrarbæjar, en Grýtubakkahreppur hefur stuðst við gjaldskrá Akureyrarbæjar varðandi gjaldskrá fyrir leikskóla.  Nefndin leggur til að gjaldskrá leikskólans skuli hækkuð til samræmis við hækkanir Akureyrarbæjar og taki þær breytingar gildi 1. apríl 2003.  Sveitarstjórn samþykkir að hækka leikskólagjöld í Grýtubakkahreppi til samræmis við hækkanir Akureyrarbæjar og tekur breytingin gildi 1. apríl 2003.

 2. Bréf frá félagsmálaráðuneytinu frá 7. mars 2003.
  Ráðuneytinu hefur borist stjórnsýslukæra frá Öryrkjabandalaginu f.h. Guðrúnar Fjólu Helgadóttur, Grund, Grýtubakkahreppi vegna afsláttar/lækkunar á fasteignagjöldum vegna íbúðarhúss og útihúsa á jörðinni Grund í Grýtubakkahreppi.  Ráðuneytið óskar eftir umsögn um kæruna.  Lögfræðingi Grýtubakkahrepps falið að svara bréfinu.

 3. Tölvupóstur frá Aksjón 
  Pósturinn fjallar um minnispunkta varðandi stækkun sendisvæðis hjá Aksjón til Dalvíkur, Hríseyjar og Grenivíkur.  Sveitarstjórn lýsir yfir áhuga á að stuðla að því að settur verði upp sendir þannig að sjónvarpsstöðin Aksjón náist í Grýtubakkahreppi.  Jafnframt lýsir sveitarstjórn sig reiðubúna til viðræðna um þjónustusamning um þáttagerð, þar sem fjallað væri um málefni sveitarfélagsins.

 4. Málefni Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar 
  Fyrir liggja tillögur frá stjórn AFE um endurskipulagningu AFE dags. 3.3.03.  Einnig liggja fyrir tillögur starfshóps um endurskoðun á aðild Akureyrarbæjar að atvinnumálum, gerðar í des. 2002.  Sveitarstjórn frestar afgreiðslu varðandi tillögur um endurskipulagningu AFE þar til fyrir liggja frekari upplýsingar varðandi hvar samstarfi á sviði ferðamála verður fyrir komið.

 5. Fundargerð byggingarnefndar Eyjafjarðar frá 3. mars 2003
  Lagt fram og liður 1. samþykktur.

 6. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra frá 11. febrúar 2003. 
  Lagt fram.

 7. Bréf frá Þingeyjarsveit dags. 10. febrúar 2003
  Sveitarstjórn hyggur ekki á breytingar að svo stöddu.

 8. Bréf frá Álfheiði Karlsdóttur smb. síðustu fundargerð
  Sveitarstjórn fellst ekki á að greiða fasta yfirvinnu.  Jafnframt er sveitarstjóra og oddvita falið að ræða við Álfheiði varðandi hvort núverandi starfshlutfall nægi til að sinna þeim verkefnum, sem iðjuþjálfi sinnir, með mögulega endurskoðun starfshlutfalls í huga.

 9. Samningur við Svein Heiðar 
  Sveitarstjóri kynnti stöðu mála varðandi samningagerð við Svein Heiðar um byggingu leiguíbúða.

 10. Hreppsfundur 
  Samþykkt að halda hreppsfund þriðjudaginn 15. apríl í samkomusal Grenivíkurskóla.

 11. Bréf frá Önnu Pétursdóttur og Kristni Skúlasyni dags. 6. mars 2003 
  Þau eru að fa