Sveitarstjórn

17.02.2003 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 45

Mánudaginn 17. febrúar 2003 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar í fundarstofu hreppsins.  Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra.  Fundurinn hófst kl. 17.00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

 1. Farið í vettvangsferð
  Skoðað var Krummasel, ný slökkvistöð og nýtt áhaldahús.

 2. Fundargerðir búfjáreftirlitsnefndar frá 26. janúar og 3. febrúar 2003.
  Í fundargerðunum er meðal annars farið fram á að sveitarfélög á svæðinu sjái hvert fyrir sig um búfjáreftirlit í sínu sveitarfélagi í vorskoðun 2003. Samþykkt að skipa Þórarinn Inga Pétursson, búfræðing, til að annast búfjáreftirlit vorið 2003 og verður Guðni Sigþórsson, verkstjóri honum til aðstoðar.

 3. Skipting áætlaðs launakostnaðar í T.E. á vorönn 2003 og fundargerðir T.E. 64. og 65. fundar.
  Lagt fram og áætlunin samþykkt.

 4. Tillögur að deiliskipulagi við Lækjarvelli á Grenivík.
  Sveitarstjórn samþykkir tillögu 4 frá Arkitektur.is, að því undanskildu að lóð fyrir einbýlishús, sem staðsett er næst lóð verslunarhúsnæðis í eigu Kletta ehf., er tekin út af skipulaginu.

 5. Bréf og gögn frá Álfheiði Karlsdóttur frá 10. febrúar sl.
  Álfheiður er að fara fram á að fá greidda fasta yfirvinnu, en föst yfirvinna er greidd m.a. á Húsavík, Akureyri og Dalvík. Sveitarstjóra falið að kanna ástæðu fastrar yfirvinnu hjá iðjuþjálfum hjá Akureyrarbæ og jafnframt er sveitarstjóra og oddvita falið að ræða við Álfheiði.

 6. Fundargerðir þjónustuhóps aldraðra frá 27. nóvember 2002 og 29. janúar 2003.
  Lagt fram.

 7. Fundargerðir Sorpeyðingar Eyjafjarðar báðar frá 22. jan. sl.
  Lagt fram.

 8. Þriggja ára áætlun Grýtubakkahrepps 2003-2006, seinni umræða.
  Samþykkt áætlun sem felur í sér eftirfarandi:

  Rekstrarniðurstaða:
  1. 2003     7.379 þ.kr.
  2. 2004     6.110 þ.kr.
  3. 2005     5.259 þ.kr.
  4. 2006     4.647 þ.kr.

  Sjóðstreymi:
  1. 2003     2.668 þ.kr.
  2. 2004     3.608 þ.kr.
  3. 2005     3.028 þ.kr.
  4. 2006     5.808 þ.kr.

 9. Önnur mál
  Samþykkt að afskrifa hlutafé að bókfærðu verði kr. 149.596-, í Sjóferðum ehf.

 

Fundargerð lesin upp og samþykkt, fundi slitið kl. 19:45