Landbúnaðarnefnd

08.07.2014 00:00

Fundur Landbúnaðarnefndar

Haldinn í Höfða 8. júlí 2014, kl. 20.30

 

 

Fundur nýrrar Landbúnaðarnefndar Grýtubakkahrepps.  Mætt Ásta F. Flosadóttir, Guðjón Þórsteinsson og Margrét Melstað.  Einnig sat fjallskilastjóri, Þórarinn Ingi Pétursson, fundinn. 

 

 

 

Dagskrá:

  1. Bréf frá Landgræðslunni um landbótaáætlun Grýtubakkahrepps

Farið yfir kort sem landgræðslan sendi sauðfjárbændum varðandi gerð nýrrar landbótaáætlunar.  Ákveðið að gera verulegar athugasemdir við gróðurflokkunina á umræddu korti.  Athugasemdunum þarf að skila fyrir 20. júlí. 

 

  1. Fé á vegum

Rætt um sauðfé á Grenivíkurvegi.  Töluvert er um að kindur komi inn á vegsvæðið, girðingaviðhaldi virðist vera ábótavant t.d. í Hléskógum og þar kemur fé mikið niður.  Þá er orðið aðkallandi að girða af veginn frá Fnjóská inn að Víkurskarði. 

 

 

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið.

 

Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.

 

 


 

 

 

 

 

Landgræðsla Ríkisins

Gunnarsholti,

801 Selfoss

 

 

 

Efni:  Gerð landbótaráætlunar fyrir Grýtubakkahrepp.  Athugasemdir frá Landbúnaðarnefnd Grýtubakkahrepps.

 

 

Landbúnaðarnefnd Grýtubakkahrepps hefur yfirfarið loftmynd með grófri ástandsflokkun landgræðslunar.  Nefndin vill gera athugasemdir við umrædda flokkun, þar sem of stór hluti landsins er flokkaður í flokkinn „slæmt“ (3) en ætti fremur að tilheyra flokknum „fjöll, grjótskriður og jöklar“. 

 

Hér er um að ræða:

a) skugga sem liggur yfir sumum svæðum, t.d. Þverárdal, en þar er gott beitiland.

b) brattar hlíðar og skriður eru hluti af fjöllunum en ekki beitilandi.  Þetta mætti t.d. sjá betur á korti með hæðarlínum.

Sjá meðfylgjandi kort. 

 

Við óskum eftir endurmati á ástandsflokkun afréttarinnar miðað við þessar forsendur.

 

 

 

 

Landbúnaðarnefnd Grýtubakkahrepps