Landbúnaðarnefnd

31.01.2012 00:00

Fundur Landbúnaðarnefndar
Haldinn á Grýtubakka 31. janúar 2012, kl. 20.00

Mættir  Ásta F. Flosadóttir, Guðjón Þórsteinsson og Þórarinn Ingi Pétursson.

Dagskrá:

1.  Markaskrá.
Tekið fyrir erindi frá sveitarstjórn um markaskrá.  Er þar verið að leita álits landbúnaðarnefndar á því hvort mörk í Grýtubakkahreppi eigi að vera í prentaðri markaskrá Þingeyjarsýslu eða Eyjafjarðarsýslu.
Þórarinn lagði fram bréf frá fjallskila- og markanefnd Eyþings til sveitastjórna Grýtubakka- og Svalbarðsstrandarhreppa.  Umræður voru nokkrar um erindið og bréfið.
Álit landbúnaðarnefndar er svohljóðandi:
 Landbúnaðarnefnd leggur til að mörk íbúa í Grýtubakkahreppi verði skráð í markaskrá Eyjafjarðarsýslu en einnig í markaskrá S-Þingeyjarsýslu.  Markaeigendur í hreppnum fái markaskrá Eyjafjarðar en geti keypt markaskrá S-Þingeyjarsýslu til viðbótar.

2.  Girðingamál rædd
Það er staðreynd að fé á of greiðan aðgang niður á þjóðveg í sveitinni, má þar helst um kenna lélegu viðhaldi á girðingum. 
Landbúnaðarnefnd skorar á sveitarstjórn að ítreka við landeigendur að halda við girðingum meðfram þjóðveginum, a.m.k. suður að Fnjóská.

3.  Smalanir haustsins
Farið yfir smalanir haustsins.  Göngur gengu þokkalega en illa gekk að manna eftirleitir.  Lagðar verða á þriðju göngur næsta haust.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið seint og um síðir.
Ásta  F. Flosadóttir ritaði fundargerð.