Landbúnaðarnefnd

30.03.2011 00:00

Fundur Landbúnaðarnefndar haldinn á Grýtubakka 30. mars 2011, kl. 20.30

Fyrsti fundur nýrrar Landbúnaðarnefndar Grýtubakkahrepps.  Í nefndinni sitja:  Ásta F. Flosadóttir, Guðjón Þórsteinsson og Þórarinn Ingi Pétursson.

Dagskrá:

1. Hlutverk.
 
Nefndin skipti með sér verkum, þannig að Þórarinn er formaður og Ásta ritari.

2. Landbótaáætlun.
 
Sveitarstjórn biður nefndina um umsögn um landbótaáætlun.  Nefndinni hefur borist ný landbótaáætlun þar sem miðað er við 7,2 tonn af áburði árlega og 85 daga beitartíma.  Afrit af áætluninni fylgir fundargerð.  Nefndin álítur áætlunina ágæta til síns brúks.

3. Opnun afréttar og ógirtra heimalanda.
 
Landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimilt verði að sleppa fé í ógirt heimalönd og á afrétt 1. júní.  Þetta verði auglýst með góðum fyrirvara svo allar girðingar verði þá komnar í lag fyrir 1. júní.
Það er mat nefndarinnar að menn hafi samráð sín á milli um sleppingar og taki mið af gróðri og veðurfari áður en fé er sleppt.

4. Göngur.
 
Rætt um smalanir haustsins, sem að mestu leyti gengu vel fyrir sig.  Einnig um fyrirkomulag gangna.  Ákveðið að gera gangnaboð fyrr en verið hefur.

5. Garnaveikibólusetningar.
 
Rætt var um framkvæmd garnaveikibólusetningar í haust.  Allt var sprautað en það var dýrt mjög.

6. Fjárréttin.
 
Réttin er orðin mjög lúin og brýnt að fara að huga að endurnýjun hennar.  Í fundargerðum landbúnaðarnefndar sést að þetta efni hefur verið rætt árlega síðan 2007.  Ljóst er að réttin batnar ekki við biðina.

7. Brýr.
 
Landbúnaðarnefnd beinir því til sveitarstjórnar að gert verði við brúna yfir Botnsá í Þorgeirsfirði um leið og hægt er.  Stöplar undir brúnni eru orðnir tæpir.
Einnig þyrfti að koma göngubrúnni yfir Grenjá á sinn stað um 1. júní eða um leið og hægt er.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið seint og um síðir.
Ásta  F. Flosadóttir ritaði fundargerð.