Landbúnaðarnefnd

04.06.2009 00:00

Fundur landbúnaðarnefndar 4. júní 2009

Fundurinn hófst kl. 17.00.  Mættir voru allir nefndarmenn;  Ásta F. Flosadóttir, Jóhann Ingólfsson og Þórarinn Ingi Pétursson.
Ásta ritaði fundargerð.

1.  Opnun afréttar. 
Landbúnaðarnefndin fór á jeppa út fyrir Hringsdal á Látraströnd.  Sáralitlar vegabætur þarf að gera á leiðinni áður en farið er með fjárvagna um veginn.  Gróður er komin ótrúlega vel af stað og ljóst er að miðað við veðurspá og ástand landsins er óhætt að leyfa sleppingar.  Gróðursins vegna er óhætt að leyfa sleppingar í ógirt heimalönd nú þegar.
- Nefndin leggur það til við sveitarstjórn að afréttin öll verði opnuð fyrir sauðfé     4. júní. 
- Nefndin beinir því til fjárbænda að þeir hafi samráð um sleppistaði og dreifi sleppingu á hverju svæði fyrir sig eins og unnt er.
- Nefndin leggur til að leyft verði að sleppa hrossum á afrétt 1.júlí.

Ákveðið að Heimir Ásgeirsson gangnaforingi fari á vélsleða í Fjörður og athugi ástandið þar.  En ljóst er að sleppingar í Fjörður verða eitthvað seinni en á Látraströnd, þar eð bændur eru ekki tilbúnir með fjárrekstra.

Fleira var ekki tekið fyrir, samþykkt að Ásta gangi frá fundargerð og hringi til nefndarmanna.  Fundi slitið kl. 18.00.

Fundargerð samþykkt gegnum síma.