Landbúnaðarnefnd

30.05.2008 00:00

Fundur landbúnaðarnefndar 30. maí 2008

Fundurinn hófst kl. 11:00. Mættir voru nefndarmennirnir; Ásta F. Flosadóttir, Jóhann Ingólfsson og Þórarinn Ingi Pétursson.
Ásta ritaði fundargerð.

1. Opnun afréttar.
Haft hefur verið samband við Stefán Skaptason hjá Landgræðslunni, farnar hafa verið ferðir í Fjörður undanfarin ár með honum og gróðurverndarnefnd Eyjafjarðar. Ástand afréttarinnar er með ágætum og gróður í framför. Talið er óþarft að fara ferð með þessum aðilum í ár.
Landbúnaðarnefndin fór á jeppa út fyrir Hringsdal á Látraströnd. Nokkrar vegabætur þarf að gera á leiðinni áður en farið er með fjárvagna um veginn. Gróður er kominn ótrúlega vel af stað og ljóst er miðað við veðurspá og ástand landsins er óhætt að leyfa sleppingar fljótlega. Gróðursins vegna er óhætt að leyfa sleppingar í ógirt heimalönd nú þegar.
     * Nefndin leggur það til við sveitarstjórn að afréttin verði opnuð fyrir sauðfé 4. júní.
     * Nefndin beinir því til fjárbænda að þeir hafi samráð um sleppistaði og dreifi sleppingu á hverju svæði fyrir sig eins og unnt er.
     * Nefndin leggur til að leyft verði að sleppa hrossum á afrétt 1. júlí.

Fleira var ekki tekið fyrir, samþykkt að Ásta gangi frá fundargerð og sendi í tölvupósti til nefndarmanna. Fundi slitið kl. 12:00.

Fundargerð samþykkt í tölvupósti.