Landbúnaðarnefnd

18.02.2016 00:00

Fundur var haldinn í Landbúnaðarnefnd 18. febrúar 2016, fundarstaður var Grenivíkurskóli. Mættir á fundinn voru Ásta F. Flosadóttir, Guðjón Þórsteinsson og Margrét Melstað sem ritaði fundinn. Gestir voru Þórarinn Ingi Pétursson og Daði Lange Friðriksson.

  1. Landbótaáætlun fyrir afréttina

Fengum landbótaáætlunina senda frá Landgræðslunni með nokkrum athugasemdum. Erum búin að vera í sambandi við Daða L Friðriksson og hefur hann aðstoðað okkur við þau atriði sem athugasemdir voru gerðar við. Lögðum lokahönd á áætlunina núna og næstu skref eru að fá alla sauðfjárbændurna til að skrifa undir og senda hana á Landgræðsluna til samþykktar.

 

Ekkert fleira tekið fyrir og fundi slitið.