Fræðslu- og æskulýðsnefnd

21.01.2016 00:00

Fræðslu og æskulýðsnefnd – 10. fundur

Fundur í fræðslu- og æskulýðsnefnd haldinn 21.01.2016 klukkan 17:00 í Grenivíkurskóla. Fundinn sátu Sigurbjörn Þór Jakobsson,  Auður Adda Halldórsdóttir, Fjóla Stefánsdóttir Elín Jakobsdóttir í fjarveru Þórunnar Lúthersdóttir og Þorsteinn Þormóðsson. Einnig sátu fundinn, Þorgeir Rúnar Finnsson og Margrét Ósk Hermannsdóttir skólastjórar. Hólmfríður Björnsdóttir, Síssa Eyfjörð Jónsdóttir, og  Inga María Sigurbjörnsdóttir sem áheyrnarfulltrúar fyrir grunnskóla, leikskóla, foreldrafélag, foreldra og kennara. Sigurbjörn setur fundinn og stjórnar honum. Fjóla ritar fundargerð.

Málefni leikskóla:

Í leikskólanum eru 26 börn, en reiknað með fækkun næsta vetur. Eins og útlitið er; eru 7 börn að hætta og 2 börn að koma inn. Starfsmannamál eru í góðu standi. Ekkert barn er með sérsakan stuðning en amk 7 í talþjálfun. Leikskólastjóri lýsir yfir ánægju sinni með talþjálfunina. Margrét sagði frá samstarfi við Akureyrarbæ og samstarf milli nágrannaleikskólanna.  Íris heldur utan um sérkennslustarfið í leikskólanum.  Í samstarfi við fjölskyldudeild Akureyrar.  Margrét sagði frá skimunarprófi sem Leikskólinn vill vinna með, en stefna er tekin á námskeið.
Námskrá er langt komin en það sem uppá vantar er að vera með ákveðna stefnu fyrir leikskólann.  Er stefnan tekin á jákvæðan aga.  Verður unnið áfram í þessu.

Sameiginlegur hluti:
Ekkert bókað undir þessum lið.

Málefni grunnskóla:

Þorgeir kynnti niðurstöður samræmdu prófa og er Grenivíkurskóli að koma nokkuð vel út og telur Þorgeir ekki neitt þarna sem þurfi að hafa áhyggjur af.  Menntamálastofnum er búin að boða komu sína í skólan og  mun hun gera úttekt á skólasarfinu og verður myndaður rýnihópur í tenglsum við þetta. Þetta verður kynnt betur seinna. Skólaandinn er góður og gengur hópaskiptingin vel, öll samkipti milli nemanda og kennara til fyrirmyndar.
Þorgeir lagði fram tillögu að hópaskiptingu fyrir skólaárið 2016-2017 og er gert ráð fyrir 4 námshópum. 
Þorgeir lagði fram Skóladagatal 2016-2017 það lagt fram og samþykkt.

Starfsmannamál:
Jóna matráður fer í fæðingarorlof  í vor og á eftir að ráða matráð næsta haust í hennar stað.  Áætlað er að Ásta Flosadóttir komi úr námsleyf 1 ágúst 2016.
Sömu verkefni eru í gangi eins og byrjendalæsi, sálgæsla og kemur sálfræðingur einu sinni í mánuði sem er mikil ánægja með.
10. Bekkur verður útskirfaður með nýju sniði í fyrsta skiptið þar sem einkunnir verða gefnar í bókstöfum, er mismikil ánægja með þetta fyrirkomulag meðal kennara.  Verður fundað með foreldum 10. bekkingum á vorönn. 
skólanámskrá er nánast tilbúin .  Ný heimasíða verður væntanleg og er gert ráð fyrir því að námskráin verði gefin út samhliða   nýrri heimasíðu.
Húsnæði skólans er í góðu standi búið er að mála íþróttahúsið , skoða á brunakerfið og endurnýja það eftir þörfum. Þorgeir benti á aðgengi fyrir fatlaða er ekki nægilegt og þarf að huga að því í framtíðinni. Nauðsynlegt er að hafa það í huga við endurbætur á skólahúsnæðinu í framtíðinni.
Eitthvað hefur verið endurnýjað af búnaði, eins og í íþróttasal og tölvur. 
Þorgeir ræddi um það að skólinn sjái um að kaupa námsgögn fyrir nemendur sem myndi fela í sér kostnað um 300 þúsund krónur.  FRÆSK tekur jákvætt í þessa hugmynd og leggur  til að  sveitarstjórn skoða þetta frekar.

Fleira ekki tekið fyrir fundargerð lesin upp og samþykkt. Samþykkt að klára fundargerð í tölvu og undirrita á næsta fundi