Fræðslu- og æskulýðsnefnd

15.10.2015 00:00

Fræðslu og æskulýðsnefnd – 9 fundur

Fundur í fræðslu- og æskulýðsnefnd haldinn 15.10.2015 klukkan 17:00 í Grenivíkurskóla. Fundinn sátu Sigurbjörn Þór Jakobsson, Þórunn Lúthersdóttir,  Auður Adda Halldórsdóttir, Fjóla Stefánsdóttir og Þorsteinn Þormóðsson. Einnig sátu fundinn, Þorgeir Finnsson, Margrét Ósk Hermannsdóttir, Hólmfríður Björnsdóttir, Síssa Eyfjörð Jónsdóttir og  Inga María Sigurbjörnsdóttir sem áheyrnarfulltrúar fyrir grunnskóla, leikskóla, foreldrafélag, foreldra og kennara. Sigurbjörn setur fundinn og stjórnar honum. Þórunn ritar fundargerð.

Málefni leikskóla:

23 börn eru í leikskólanum en gert er ráð fyrir að þau verði 26 um áramót. 8 starfsmenn eru við vinnu og telst þetta hlutfall vera mjög hæfilegt þegar nýju börnin verða komin inn um áramótin. Foreldraráð hefur verið stofnað í leiksskólanum. Í foreldraráði sitja Alma Þorsteinsdóttir sem formaður, Þórunn Lúthersdóttir og Björn Jónsson. Námsskrárgerð er ekki lokið en mjög lítil vinna er eftir í gerð hennar. Leikskólastjóri teldi æskilegt að deildarstjóri væri í hærra starfshlutfalli. Heimasíða leiksskólans er úrelt að mörgu leyti en hægt væri að uppfæra síðuna með almennum upplýsingum um leikskólann en nota facebooksíðu leikskólans sem samskiptamáta við foreldra. Nefndin leggur til að setja inn á gömlu heimasíðuna allar almennar upplýsingar sem þarf þangað til farið verður í heildstæðan pakka á uppfærslu á heimasíðum hreppsins. Langt er síðan áhættumat hefur verið gert á lóð leikskólans. Geymsla á gögnum leikskólans um nemendur var rædd.

Sameiginlegur hluti:

Margrét myndi vilja fund með kennurum til að samræma læsisvinnu á milli skóla og leiksskóla.

Málefni grunnskóla:

196 kennslustundir eru í vetur og fjórir hópar. 51 nemandi er í skólanum. Stuðningskennsla er 23 stundir á viku. Starfsmannamál eru  í mjög góðum málum. Helga Margrét kom inn sem starfsmaður í skólagæslu. Kolbrún Stefánsdóttir sinnir æfingarkennslu við skólann. Teymi hafa verið mynduð um þau verkefni sem eru í gangi í skólanum. Tvö teymi eru í gangi, læsisteymi og þróunarteymi sem leiða verkefni skólans. Verið er að reyna að nemendamiða Grænfánaverkefnið meira. Stefnt er að því að taka geðrækt sérstaklega fyrir í vetur með fyrirlestrum og fleiru í tengslum við Heilsueflandi skóla. Sálfræðingur kemur 1x í mánuði til að bjóða nemendum/foreldrum í 6-10 bekk upp á viðtöl, mikil ánægja er með þetta fyrirkomulag.  Unnið verður áfram með byrjendalæsi. Stefnt verður að því að stofna til samstarfs við ELLA í lestrarnámi nemenda. Ekki er búið að aðlaga námsmat skólans að nýju einkunnakerfi en kennarar eru almennt ekki með á því að þetta nýja kerfi sé til bóta. 11 börn eru í skólaakstri og gengur vel. Samningur um skólaakstur rennur út eftir þetta ár en börnum í sveitinni fer fækkandi. Erindi barst frá foreldri sem hafði áhyggjur af því að námsferð kennara myndi hafa áhrif á undirbúningstíma nemenda fyrir samræmdupróf, því var svarað af skólastjóra. Nemendur fá sama kennslustundafjölda þrátt fyrir að námsferð kennara hafi verið í byrjun haust og skólabyrjun því dregist. Ekki hefur fundist starfsmaður til að sinna félagsmiðstöð í vetur.  Skólanum barst erindi frá menntamálaráðuneytinu þar sem gerð er athugasemd við að nemendur hafi ekki aðgang að starfs- og námsráðgjafa, verið er að vinna í þessu af hálfu skólans.

Umsögn nefndar á ráðningu leiksskólastjóra:

Margrét vék af fundinum. Margrét Ósk Hermannsdóttir var eini umsækjandi um starfið. Sveitastjórn óskar eftir umsögn nefndar um ráðningu hennar í starfið. Fræðslu- og æskulýðsnefnd sér ekkert því til fyrirstöðu að Margrét Ósk Hermannsdóttir verði ráðin sem leikskólastjóri við Krummafót.

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl 18:24.