Fræðslu-og æskulýðsnefnd

22.04.2014 00:00

Fræðslu- og æskulýðsnefnd
5. fundur

Fundur í Fræðslu- og æskulýðsnefnd haldinn 22. apríl 2014 í Grenivíkurskóla. Fundinn sátu Fjóla Stefánsdóttir, Sigurbjörn Jakobsson,  Juliane Kreutz, Elín Jakobsdóttir og Þorsteinn Þormóðsson. Sigurlaug Sigurðardóttir boðaði forföll ekki náðist í varamann fyrir hana. Einnig sat fundinn  Ásta Flosadóttir.  Sigurbjörn setur fundinn og stjórnar honum. Fjóla ritar fundargerð.

Aðeins eitt mál á dagskrá: tímabundin afleysing skólastjóra fyrir Grenivíkurskóla.
Ásta Flosadóttir upplýsti það að hún mun fara í fæðingarorlof næsta skólaár. Ákveðið var í samráði við hreppsnefnd og skólastjóra að reyna leysa málið innanhús. Hefur einn kennari Þorgeir Rúnar Finnsson lýst áhuga á því að taka þetta að sér. Eftir að hafa rætt málið þá er nefndin sammála því að mæla með því við sveitarstjórn að ráða Þorgeir Finnsson í þann tíma sem Ásta verður í fæðingarorlofi. Sigurbjörn Jakobsson vék af fundi meðan þessi liður var ræddur og Fjóla tók við fundarstjórn.

Fleira ekki tekið fyrir fundið slitið.