- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Fræðslu- og æskulýðsnefnd
4. fundur
Fundur í Fræðslu- og æskulýðsnefnd haldinn 27.03.2014 í Grenivíkurskóla. Fundinn sátu Fjóla Stefánsdóttir, Sigurbjörn Jakobsson, Sigurlaug Sigurðardóttir, og Juliane Kreutz. Einnig sátu fundinn Ásta Flosadóttir og Hólmfríður Hermannsdóttir. Áheyrnarfulltrúar Róbert Þorsteinsson fyrir foreldafélagið, Sigríður Sverrisdóttir fyrir kennara og Íris Þorsteinsdóttir fyrir starfsfólk leikskóla og foreldra leikskóla. Sigurbjörn setur fundinn og stjórnar honum. Fjóla ritar fundargerð.
Málefni leikskóla.
a) Starfsmannamál
Fjöldi starfsmanna er í samræmi við fjölda barna. (31) Magga Ósk deildarstjóri, Íris sérkennslustjóri, Soffía, Erica, Jóna, Líney, Steinunn og Ingibjörg eru að vinna í skólanum frá því um áramót auk leikskólastjóra og Hafdísar matráðs og Gunnlaugs ræstitæknis.
Hinsvegar telur leikskólastjóri þörf á því að fá mentaðan leikskólakennara, helst einhvern sem getur unnið fulla vinnu.
b) Daglegt starf
Frá 1. febrúar er hér 31 barn. Það er búið að bæta við fatahólfum þannig að nú hafa allir sitt hólf nema þrenn systkini sem deila með sér hólfi. Það er líka kominn nýr þurrkskápur. Gólf pláss er hinsvegar af skornum skammti og væri alltaf til bóta að fá meira pláss.
Skipulagsdagur er fyrirhugaður 2. maí en ekki 17. mars eins og til stóð. Á þessum starfsdegi er áhersla lögð á starfsmannahópinn og samskiptin innan hans, hópefli og sjálfsstyrkingu. Rætt um fjölda starfsdaga á skólaári en starfsfólk leikskóla telur þörf á því að fjölga þessum starfsdögum. Málin rædd.
c) Húsnæði skólans og lóð.
Skv. Leikskólastjóra er húsnæðið of lítið miðað við þann fjölda sem er í dag og stensti ekki þau viðmið sem reglugerðir kveða á um. Helst er þörf á sérkennslurými. Lóðin er ágæt og krakkarnir una sér vel við leik á henni.
d) Önnur mál
Vinna við nýju aðalnámskrána gengur lítið en fer vonandi að komast aftur af stað.
Heimasíðan okkar er barn síns tíma og erum við að taka í notkunn nýtt fyrirkomulag hvað það varðar í næsta mánuði.
Sameiginlegur hluti
Í apríl kemur leikfélag menntaskólinn á Akureyri og verður með barnaleikrit fyrir elstu krakkana í leikskólnanum og yngsta stigið í grunnskóla. Verið er að skoða með sameiginlega danskennslu. En skólastjórar eru að vinna í þessu.
Málefni grunnskóla
a) Skipulag skólastarfs.
- Fjórir námshópar og það hefur kostað nokkuð álag og ýmsa erfiðleika en umsjónarkennarar þessara hópa (1.-3. bekkjar og 4.-6. bekkjar) hafa staðið sig frábærlega í að láta dæmið ganga upp.
-Námsversskipulagið er mjög gott, verður örugglega haldið áfram með það. Auka íslenskutímar fyrir nemendur sem eiga erlenda foreldra hafa einnig gengið vel og skilað árangri.
b) Næsta skólaár.
-Lagt fram skóladagatali fyrir skólaárið 2014 2015 það samþykkt.
-Lagt fyrir nefndina tillaga að hópaskiptingu næsta árs og tímafjölda í hópum. Þetta lagt fyrir og málin rædd.
c) Starfsmannamál skólans rædd.
Ásta kveðst mjög ánægð með starfsfólkið.
- Sandra Mjöll byrjaði sem nýr skólaliði um áramót, en er svo að fara í fæðingarorlof í haust. Þarf því að auglýsa eftir skólaliða.
- Ingvar Þór hóf störf sem húsvörður 1. mars og gengur vel.
- Hákon fer í fæðingarorlof í maí og Stefán Guðnason mun leysa hann af.
-Begga er í fæðingarorlofi, en hefur sagt upp störfum og kemur því ekki til vinnu í haust.
-Sigga Haralds kemur inn í haust eftir langt námsleyfi og fer í ca. 50% starf.
-skólinn telst því mannaður næsta vetur.
c) Skólastarfið
- Starfsandi er góður og skólabragurinn allur mjög góður.
- Byrjendalæsi hefur verið innleitt og er kennt með þeim aðferðum á yngsta stigi.
- Grænfánaverkefnið, skriftarverkefnið og Olweus eru nú hluti af starfi skólans.
- Grenivíkurskóli tekur þátt í verkefninu Heilsueflandi skóli. Hákon er yfir því.
-Ný heimasíða verður tekin í notkun á næstu vikum
-Ekki er búið að ráða námsráðgjafa/sálfræðing í Grenivíkurskóla en sálfræðingur kemur í skólann á næstu dögum og ætlar að ræða við nemendur á elsta stigi.
d) Námskrár.
Skólanámskrá lögð fram. Hún er einnig á heimasíðu skólans. Ný aðalnámskrá er tilbúin og einnig greinanámskrár. Þarf því að smíða nýja skólanámskrá en það mun kosta nokkra fjármuni. Sveitarstjórn áætlaði ekki neina upphæð í það næsta ár og því verður ekki farið í þá vinnu sem stendur. Nýttur hefur verið fundartímar kennara til að lesa nýju aðalnámskránna og hefur sá lestur gengið bærilega.
e) Húsnæði skólans og lóð.
- það á að skipta um undirlag á leiksvæði í sumar
- fara í múrhúð utan á skólanum, gera við bilað klóak og leka í þaki.
- smíðastofan verður tekin í gegn í sumar
- keyptar voru 18 nýjar tölvur, þar af eru 10 í nemendaveri.
f) Fjárhagsáætlun
Áætlun síðasta árs stóðst vel. Áætlun þessa árs lítur bara nokkuð vel út og heimild er til að kaupa ýmsan búnað.
Fleira ekki tekið fyrir fundi slitð kl 19.00