Fræðslu- og æskulýðsnefnd

26.09.2013 00:00

Fræðslu- og æskulýðsnefnd
3.fundur

Fundur í Fræðslu- og æskulýðsnefnd var haldinn 26.09.2013 í Grenivíkurskóla. Fundinn sátu Fjóla Stefánsdóttir, Sigurbjörn Jakobsson, Sigurlaug Sigurðardóttir, Júliane Kauertz, Þorsteinn Þormóðsson boðaði forföll á síðustu stundu ekki náðist að boða varamann. Einnig sátu fundinn , Guðný Sverrisdóttir, Ásta Flosadóttir,  Hólmfríður Hermannsdóttir, Inga María Sigurbjörnsdóttir,  Margrét Hermannsdóttir og  Guðbjörg Jónsdóttir .  Sigurbjörn setur fundinn og stjórnar honum. Fjóla ritar fundargerð.

Málefni leikskóla
a) Daglegt starf.
Starfmannamál eru með ágætum á haustmánuðum og allir ánægðir með aukið pláss í leikskólanum.  Viðbyggingin hefur sannað sig og er vel nýtt.
Barnahópurinn fer stækkandi og mun fleiri börn en gert var ráð fyrir á vordögum. Það sem kemur á óvart er hve ásóknin í leikskólann er mikil og mikið um breytingar.  Með þessum aukna fjölda má segja að leikskólinn sé fullur.
Starfsfólk gerir sitt besta til að láta hlutina ganga eins vel og hægt er. En þar sem mikill tími fer í aðlögun og umönnun yngri barna hefur það áhrif á allt faglegt starf og eins fellur undirbúningstími starfmanna iðulega niður og er það miður.
Eins og staðan er í dag lítur út fyrir að börnin verði  31 um áramót ef allt fer sem fer.  Leikskólastjóri ætlar að fara yfir stöðuna og skoða hvernig hægt sé að koma til móts við þessa þörf.
Nefndin hvatti Hólmfríði til að gera lista yfir það sem þarf til að starfið gangi áfram án stóráfalla  og leggja hann fyrir hreppsnefnd.
Rætt  var um „inntökureglur“ leikskólans og hvernig hægt sé að koma til móts við leikskólann, vinnumarkaðinn og fjölskyldurnar. Kom upp sú hugmynd að leikskólastjóri hafi þessar reglur til viðmiðunnar og verði tilbúin að endurskoða inntökudaga t.d hver áramót. Nefndin vakti máls á því hvort eðlilegt þyki að barn starfsmanns hafi forgang á að koma inn í leikskólann.
Leikskólastjóri skýrir afstöðu leikskólans og segir mikilvægt að ef taka þarf barn starfsmanns inn fyrr en inntökureglur segja til um þurfi að vera fyrir því gild rök.

Ánægja er með undirlag sem lagt var undir leiktæki nú í sumar.

Hólmfríður kynnti skóladagatal 2013-2014  og það lagt fram.

b) Starfsmannamál.
Stöðugildi leikskólans fara nokkuð vel með barngildunum  í október þegar starfsmaður kemur úr fæðingarorlofi, með því að leikskólastjóri tekur 25. Stöðugildin eru þá rétt um 5 á móti  28 börnum, eða tæplega 40 barngildum. Mjög gleðilegt er að starfsfólk er ákaflega heilsuhraust og lítið er um forföll hjá því, sem er frábært.


Sameiginlegur hluti.
Stefnt að sameiginlegu skyndihjálparnámskeiði þann 22. apríl og sameiginlegu dansnámskeiði. Skólasamstarf fer að fara í gang og eru starfsmenn skólans og leikskólans farin að huga að því.

Grunnskólahluti.
a) Skipulag skólastarfs.
- Excelskjal um stundafjölda í Grenivíkurskóla 2013 - 2014 lagt fram.
- plagg um hópaskiptingu lagt fram.  Fjórir námshópar í vetur; 1.-3.b (12 nemendur), 4.-6.b (10 nemendur), 7.-8.b (14 nemendur) og 9.-10.b (13 nemendur).
Fyrirkomulag stuðningskennslu: 33 kennslustund á viku, sveigjanlegt fyrirkomulag, þ.e. stundum er stuðningskennari í kennslustund og stundum fer nemandi/nemendur úr kennslustund með stuðningskennara. Námsver (10 tímar) og auka íslenska (7 tímar).
- nemendum fækkaði um 11 frá vori, 9 kláruðu, en 3 komu í fyrsta bekk.

b) Starfsmannamál skólans rædd. Ánægð með starfsfólkið.
- Búið er að ráða Hákon Fannar Ellertsson sem Íþróttakennara ánægja með það.
- enginn stuðningsfulltrúi í í vetur vegna breytinga og fækkun á nemendum.
- Einn kennari er í fæðingarorlofi ekki hefur verið ráðið í hennar stað þar sem nemendur eru færri.
Töluverð breyting hefur verið á skólastarfi.

c)  Skólastarfið
- þróunarverkefni í byrjendalæsi heldur áfram og er byrjendalæsið notað í 1.-3. bekk. 
- Grænfánaverkefnið, skriftarverkefnið og Olweus eru nú hluti af starfi skólans.
- Grenivíkurskóli er heilsueflandi skóli og mun Hákon hafa yfirumsjón yfir því.

d) Námskrár.
Skólanámskrá ekki tilbúin, verið að endurskoða hana.  Ný aðalnámskrá er tilbúin.  Verður farið í það í vetur að lesa hana yfir. Næsta vetur verður svo farið í það að endurskrifa skólanámskrá Grenivíkurskóla miðað við nýja aðalnámskrá.

e) Námsráðgjöf í skólanum.
Lagaskylda er að hafa námsráðgjafa með réttindi.  Skólastjóri hefur áhuga á að ráða námsráðgjafa í 15%-20% starf.  Hingað til hefur skólastjórinn sinnt þessu hlutverki og ráðgjafi frá Valsárskóla komið og verið honum til aðstoðar. Nefndi ræddi þessi mál og hvetur Ástu til að kanna málið.

f) Skólaakstur ræddur.

g) Jafnréttisáætlun.  Skólastjóri hefur verið í tölvupóstsamskiptum við jafnréttisstofu v. Jafnréttisáætlunar, en þar sem færri starfsmenn eru en 25 þarf skólinn ekki að gera sérstaka jafnréttisáætlun.  Aftur á móti þarf að koma fram í skólanámskrá hvernig skólinn uppfyllir skilyrði laga um kynbundin áreitni og kynferðislega áreitni og um jafnrétti og jafnréttisfræðslu. Skólastjóri ætlað að vinna í þessu og hluti af nýrri námskrá fjallar um þessi málefni.

Fleira ekki rædd fundargerð lesin  hún samþykkt og fundi slitið.