- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Fræðslu- og æskulýðsnefnd
2. fundur
Fundur í Fræðslu- og æskulýðsnefnd var haldinn 06.06.2013 í Grenivíkurskóla. Fundinn sátu Fjóla Stefánsdóttir, Sigurbjörn Jakobsson, Sigurlaug Sigurðardóttir, Þorsteinn Þormóðsson og Elín Jakobsdóttir sem sat fundinn fyrir Gísla Gunnar Oddgeirsson. Einnig sátu fundinn Ásta Flosadóttir Hólmfríður Hermannsdóttir og Inga María Sigurbjörnsdóttir sem áheyrnarfulltrúi fyrir grunnskóla og leikskóla. Sigurbjörn setur fundinn og stjórnar honum. Fjóla ritar fundargerð.
Málefni leikskóla
a) Starfsmannamál
Starfsmannahópurinn er ágætur og vinnur vel saman ... utanlandsferðin hefur gert fólki gott auk þess sem það var bæði fróðlegt og skemmtilegt að skoða og kynna sér starfsemi breskra leikskóla. Sigþrúður er hætt og Ingibjörg er komin aftur í fæðingarorlof. Í þeirra stað verða í sumar þær Kristín Dís og Kolbrún Hlín auk þess sem Líney kemur um miðjan júni og getur hugsanlega verið fram á haust, jafnvel lengur. Erica er komin í sumarfrí en kemur aftur í haust og er tilleiðanleg að koma dag og dag í sumar þar sem engin matráður er. Leikskólastjórinn kemur til með að vera í eldhúsinu að mestu leiti.--- Sigurlaug Kristjánsdóttir hefur ekki unnið síðan 21. janúar er í veikindafríi.
Er búið að auglýsa eftir matráði og mun Hafdís Helgadóttir byrja eftir sumarfrí.
b) Daglegt starf
Barnahópurinn er ágætlega samsettur nú í júní alls 26 börn. 3 fædd 2007, 5 fædd 2008, 5 fædd 2009, 8 fædd 2010, 4 fædd 2011 og eitt fætt 2012.
Þrjú elstu hætta um sumarfrí og í ágúst/sept koma tvö eins árs og verður þá barnafjöldinn væntanlega 25 á haustdögum.
Með því að hafa yngstu börnin í sinni heimastofu sem varð til þegar viðbyggingin var tekin í notkun, er allt starf markvissara og enginn aldurshópur sem situr á hakanum vegna yngstu barnanna sem óhjákvæmilega gerðist þegar allur hópurinn var í einni stofu.
-Skóladagatal er í vinnslu og verður tilbúið fyrir haustfund og þá fyrir komandi skólaár
Skólanámskrá er enn í vinnslu, gengur hægt en bítandi. Magga og Íris vinna grunnvinnuna og að henni lokinni mun allt starfsfólk vinna saman að því að klára hana.
c) Húsnæði skólans og lóð.
Almenn ánægja með viðbygginguna og á eftir að verða enn meiri þegar allt verður tilbúið utanhúss og búið að laga lóðina.
Í sumar á að lagfæra undirlagið og um að gera að skoða alla möguleika í því sambandi
Síðast þegar Þórey heilbrigðiseftirlit kom þá var hún með nokkur smáatriði til athugunar en þau eru löngu viðgerð, nema undirlagið sem er í vinnslu.
Sameiginlegur hluti: Rætt um aðlögun nýrra nemanda milli skólastiga, Hólmfríður og Ásta ætla að vinna í þessu. Rætt um nýja aðanámskrá. Ásta sagði frá sjálfsmatskönnun þar sem komu fram nokkrar athugasemdir varðandi samstarf leikskóla og skóla.
Málefni grunnskóla:
1. Starfið í vetur
Allt gekk vel. Reglulega fundað með kennurum, samskólastjórum og nemendaverndar-ráði. Útiskólinn var í 1.-7. bekk og gekk vel. Utanskólavalið gekk mjög vel almenn ánægja með það. Val á unglingastigi var líka listir, skólahreysti og heimanám.
a) skólaskýrsla lögð fram og málin rædd.
b) Sjálfsmatsskýrsla lögð fram, málin rædd og farið yfir athugasemdir.
2. Næsti vetur
a) skóladagatal fyrir skólaárið 2013-2014. Lagt fram og samþykkt.
b) Stundafjöldi. Það verða um 54 nemendur í skólanum, 4 námshópar. 1.-3.bekkur verða í 30 kst/viku en 4.-10.bekkur í 35 kst/viku.
Kenndir verða 172 tímar (195 síðasta skólaár, áður 213) nemendatímar og farið er fram á að fá 45 stuðningstíma til viðbótar (voru 41) þar af 10 tíma í námsveri. Af þessum stuðningstímum eru ca. 30 tímar í kennslu fatlaðra nemenda. Þessu til viðbótar eru 7 tímar í aukaíslensku.
c) Valgreinar. Það verða 2 tíma á viku í utanskólaval, þar sem nemendur eru við nám og störf utan skólans. Svo verða tvær/þrjár valgreinar innan skólans. Nemendur á unglingastigi velja í sumar, þá er sendur tölvupóstur heim.
d) Skólaakstur. Næsta vetur verður stefnd á að verði ein heimferð með skólabílnum 5 daga vikunar.
3. Starfsmannamál
Stefán hefur farið í launalaust leyfi í eitt ár og Hákon Fannar Ellertsson verið ráðinn í hans stað.
Sigga Haralds verður í námsleyfi í vetur og Þorgeir Rúnar Finnsson og Margrét Ösp skipta með sér hennar stöðu næsta vetur. Eftir á að ráða í skólavistun.
Fleira ekki tekið fyrir fundargerð lesin upp og samþykkt fundi slitð 19.10.